fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Bríet léttist um 60 kíló og hefur aldrei liðið verr: „Læknar sögðu alltaf að ég væri of þung“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 19. ágúst 2019 14:30

Bríet og unnusti hennar Þorri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Bríet Ósk Moritz var barn hefur hún þjáðst af mjög alvarlegum bakverjum. Hún leitaði sér oft læknishjálpar en fékk alltaf sama svarið, að hún væri of þung. Þegar hún létti sig voru bakverkirnir enn til staðar, en nú fékk hún loks viðeigandi læknishjálp og var greind með vefjagigt á hæsta stigi.

Hún segir sögu sína í þeirri von um að einstaklingar í yfirþyngd fái betri læknisaðstoð en hún fékk öll þessi ár.

Fékk alltaf sama svarið

„Frá því að ég var um það bil tíu ára hef ég þjáðst af mjög alvarlegum bakverkjum. Þegar ég fór til læknis var svarið alltaf einfalt: „Þú ert bara of þung.“

Þegar ég Þegar ég var 14 ára fór ég til kírópraktors og kom þá í ljós að ég væri með 2 hryggskekkjur, skakka mjaðmagrind og skakkan hryggjalið í hálsi, sem segir mér að þetta einfalda svar um yfirþyngdina sé ekki alveg svona einfalt,“ segir Bríet Ósk.

„Eftir því sem árunum leið minnkaði sársaukinn aldrei þrátt fyrir ítrekaðar ferðir til kírópraktors og sjúkraþjálfara, en eins og læknarnir sögðu alltaf, ég var bara of þung.“

Bríet Ósk og dóttir hennar Dalrún Inga.

Ákvað að létta sig

„Árið 2018 ákvað ég að stíga skrefið sem þurfti til að losa mig við þessa yfirþyngd og þar með þessa blessuðu bakverki sem voru að takmarka lífsgæði mín til muna,“ segir Bríet Ósk og bætir við í samtali við DV að þarna hafi hún verið komin á mjög slæman stað.

„Þegar ég ákvað að taka skrefið var ég komin á mjög slæman stað eftir að hafa þyngst mjög mikið á meðgöngu og fyrsta árið eftir hana,“ segir hún.

Blákaldur sannleikur

„Í dag er ég búin að missa hátt í 60 kíló og komin í þessa gullnu „kjörþyngd“ sem átti að leysa öll mín heilsufars vandamál og þar með alla mína bakverki. Hins vegar rann upp blákaldur sannleikurinn þegar öll þessi kíló voru farin að mér leið bara alls ekkert betur, þvert á móti hefur mér bara aldrei liðið verr!“ Segir Bríet.

En nú urðu læknisheimsóknirnar allt öðruvísi.

„Þegar ég fór þá til læknis og mér var sinnt sem manneskju en ekki bara feitri stelpu sem þurfti bara að létta sig fékk ég loksins alvöru hjálp þar sem hinni raunverulegu ástæðu verkjanna var leitað. Eftir miklar rannsóknir kom í ljós að ég er með vefjagigt á hæsta stigi sem þyngdartapið hefur lítil áhrif á,“ segir Bríet.

„Í dag hef ég verið í veikindaleyfi síðan í febrúar og á morgun byrja ég í 5 vikna endurhæfingu hjá Þraut – miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma. Ég veit að gigtin mun fylgja mér það sem eftir er en ég held fast í vonina að eftir þessa meðferð verði ég loksins aftur vinnuhæf sem og hæf til að njóta daglegs lífs án stöðugra verkja og vanlíðanar.“

„Frá yfirþyngd yfir í það að vera manneskja,” segir Bríet Ósk. En loks var komið fram við hana eins og manneskju af heilbrigðisstéttinni þegar hún létti sig.

Vill segja sögu sína

Bríet Ósk segir ástæðuna fyrir því að stíga fram og segja sögu sína ekki vera til að fá vorkunn og segja öllum hvað hún eigi bágt.

„Markmiðið er einfaldlega það að einhver, einhversstaðar sem er í yfirþyngd fái betri aðstoð en ég fékk öll þessi ár, að hann verði álitin sem manneskja og fái viðunandi greiningu út frá eigin veikindum en ekki bara hinn sívinsæla stimpil „þú þarft að létta þig og þá verður allt í lagi,““ segir Bríet Ósk.

„Ég hef núna verið verkjuð samfleytt allan daginn, alla daga í 17 ár. Ef þú sem ert að lesa þetta tengir við eitthvað af minni sögu, ekki láta neinn segja þér að ástæðan fyrir þínum verkjum og vanlíðan sé yfirþyngdin án þess að gera neinar rannsóknir á þínum eigin líkama, við erum nefnilega svo miklu meira en bara yfirþyngdin.“

Þakklát

Bríet Ósk deildi sögu sinni á Facebook og segir viðbrögðin hafa komið henni á óvart. „Ég er búin að fá svo ótrúlega mörg dæmi um konur sem hafa upplifað það sama og ég að það er alveg hreint grátlegt,“ segir Bríet Ósk.

„Ég hef einnig fengið rosalega mörg falleg skilaboð með hvatningarorðum og bataóskum. Mér hefur þótt mjög vænt um það.“

Að lokum við hún þakka fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka manninum mínum fyrir allan stuðninginn og samstarfsfélögum hjá Alcoa Fjarðaál fyrir svigrúmið til endurhæfingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Hartman í Val
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.