fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Bleikt

Þumalfingur fólks getur sagt ótrúlega mikið um persónuleika þess

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 17. ágúst 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er hugsanlegt að þumalfingur fólks geti sagt til um persónuleika þess og jafnvel hvernig það hegðar sér í ástarlífinu? Það telja sumir en öðrum finnst þetta væntanlega vera helber vitleysa sem ekki er byggð á neinum vísindalegum rökum.

Fjallað var um þetta á vefsíðunni higherperspectives.com en þar á bæ virðast menn sannfærðir um að þumalfingur geti sagt mikið til um persónuleika fólks. Við seljum þetta ekki dýrara en við keyptum það en vonum að einhverjum finnist þetta áhugavert.

A. Ef efri hluti þumalsins er lengri en neðri hlutinn. Þú ert trúverðugur og traustur persónuleiki. Þú ert athugull og hefur tilhneigingu til að leggja hlutlaust mat á hlutina. Þú tekur þér þann tíma sem þú þarft og líkar vel þegar hlutirnir ganga hægt fyrir sig. Ef þú ert ástfanginn gerir þú líklegast ekkert í því fyrr en eftir langan tíma. Þú átt auðvelt með að missa af stórum tækifærum.

B. Báðir hlutar þumalfingursins eru jafn langir. Þú ert raunsær. Þér finnst gott að hafa yfirsýn og þú skipuleggur allt á eigin forsendum. Þú ert alltaf rólegur og getur haldið ró þinni, sama hvað á gengur. Þú vilt ekki deila of miklum upplýsingum um sjálfan þig með öðrum og þess vegna finnst öðrum þú oft vera svolítið dularfull persóna.

C. Neðri hluti þumalsins er lengri en sá efri. Þú átt auðvelt með að verða ástfanginn og þegar það gerist ertu algjörlega á valdi ástarinnar. Þú hefur tilhneigingu til að lifa þig svo mikið inn í hlutina að þú gleymir öðrum skyldum og ábyrgð sem á þér hvílir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner fáklædd í Playboy – „Þú getur verið kynþokkafull og frábær móðir á sama tíma.“

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner fáklædd í Playboy – „Þú getur verið kynþokkafull og frábær móðir á sama tíma.“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.