fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Bleikt

Hann sendi kærustunni 12 reglur um hvernig hún ætti að haga sér – Hélt svo framhjá

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 12. ágúst 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afbrýðisemi getur kallað fram það versta í fólki. Zoe Scholefield, frá West Yorkshire, deildi nýlega skilaboðum frá fyrrverandi kærasta sínum.

Hann sendi henni tólf reglur sem hún átti að fylgja á meðan hún var úti að skemmta sér með vinkonum sínum. Svo hélt hann framhjá henni.

Meðal þess sem Zoe átti að gera var að taka mynd af fötunum sínum svo hann gæti samþykkt þau, bara tala við aðrar stelpur og að dansa ekki eins og drusla.

Reglurnar.

Zoe deildi skjáskoti af skilaboðunum á Twitter og skrifaði með: „Fyndið hvernig minn fyrrverandi sendi mér skilaboð eins og þessi, og dirfðist til að halda framhjá mér.“

Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við tíst Zoe.

Reglurnar tólf

 1. Ekki dansa eins og drusla
 2. Ekki vera of full
 3. Engir strákar og ef einhver kemur upp að þér og talar við þig, segðu þeim að þú átt kærasta
 4. Vertu alltaf að fylgjast með drykknum þínum og passaðu að enginn setur eitthvað i hann
 5. Vertu með X eða Y allan tímann [vinkonur hennar], en ekki Z. En eftir gærkvöldið vertu mest með X.
 6. Enginn nema þið fjórar í herberginu ykkar, fyrir utan Q, en hann má ekki sofa þarna.
 7. Þú mátt ekki fara í herbergi einhvers annars.
 8. Þú segir mér allt sem gerist og vertu tilbúin að útskýra ýmislegt
 9. Sendu mér alltaf myndir af því sem þú ætlar að klæðast, bæði að framan og aftan, svo ég geti samþykkt það og sagt hvort mér finnst þú ættir að klæðast því eða ekki.
 10. Þó svo að ég sé sofandi, sendu mér samt skilaboð til að segja mér hluti svo ég geti séð þá þegar ég vakna.
 11. Ef þú hefur tíma til að hringja í mig láttu mig vita á undan
 12. Ef þú getur þá vill ég myndband af herberginu áður en þú ferð að sofa til að sanna að enginn annar er þar og þú sért að fara að sofa.

Það er óhætt að segja að þessi listi kveiki á mörgum viðvörunabjöllum.

Netverjar á Twitter voru skelfingu lostnir yfir reglunum og sagði einn:

„Þinn fyrrverandi þarf að vera lagður inn á geðdeild.“

Annar sagði: „Vá, fyrrverandi þinn er eitraður, hættulegur og siðblindur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner fáklædd í Playboy – „Þú getur verið kynþokkafull og frábær móðir á sama tíma.“

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner fáklædd í Playboy – „Þú getur verið kynþokkafull og frábær móðir á sama tíma.“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.