fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Varð vitni að grimmilegri hegðun unglingsstúlku í verslun: „Með svona vini þarftu ekki óvini“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 10:30

Susie Hasler. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Susie Hasler kom unglingsstúlku til varnar eftir að vinkona stúlkunnar sagði að hún liti „hræðilega út.“

Susie er stílisti frá Sussex og var að versla í Primark þegar hún varð vitni að grimmilegri hegðun vinkonunnar. Hún greinir frá atvikinu á Instagram, þar sem hún er með 17 þúsund fylgjendur. Breskir miðlar, eins og Mirror og The Sun, hafa fjallað um málið.

„Ég var í Primark og þar voru tvær stelpur að máta sólgleraugu. Ein af þeim – og með svona vini þarftu ekki óvini – var að fá vegfarendur til að segja hversu hræðilega vinkona hennar leit út.

Hún sagði: „Þessi gleraugu eru skelfileg, fyrirgefðu, getur þú sagt vinkonu minni hversu hræðilega hún lítur út?“

Ég ákvað að blanda mér í þetta og spurði hvort ég mætti sjá hana með gleraugun. Stúlkan sneri sér við og hún var með hátísku sólgleraugu, ekki fyrir alla.

Ég sagði að ég væri persónulegur stílisti og mér þætti gleraugun æði og ef hún væri hrifin af þeim ætti hún að kaupa sér þau.

Á þessum tímapunkti sagði hún: „Ég held að ég ætla að hlusta á skoðun persónulega stílistans.“

Vonda vinkonan sagði þá: „En ég er ekki hrifin af þeim, ég er meira hrifin af þessum klassísku.“

Ég svaraði: „En hvað með vinkonu þína? Hún er æði með þessi gleraugu.““

Unglingsstúlkan endaði á því að kaupa sólgleraugun.

Susie sagði fylgjendum sínum að það væri hægt að læra ýmislegt af atvikinu.

„Vertu varkár um hvaða fólk þú umkringir þig með og mundu að þó svo að vini þínum líkar ekki eitthvað, þá þýðir það ekki að þú megir ekki kaupa það. Treystu á þitt eigið innsæi. Og ef ég er nálægt þá mun ég láta þau heyra það!“

Eins og fyrr segir vakti þetta mikla athygli og sagði einn fylgjandi hennar: „Áfram Susie! Frábært ráð sem margar konur ættu að hlusta á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.