fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Afsalaði sér forræði yfir sonum sínum – „Ég mun aldrei fyrirgefa sjálfri mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 2. ágúst 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Arndísardóttir Sadiku er 25 ára tveggja barna móðir sem býr á Akranesi. Alexandra glímdi við mikið meðgönguþunglyndi og það versnaði eftir að hún eignaðist son sinn. Fyrstu átján mánuði af lífi hans var ekki hægt að greina kyn hans, en hann fæddist með litningagalla. Eftir að hafa eignast annað barn tók hún erfiða ákvörðun og afsalaði sér forræði yfir drengjunum.

Sjálfsvígstilraunir í kjölfar fæðingarþunglyndis, innlagnir á geðdeild, þátttaka í Biggest Loser og mikil vanlíðan tók við næstu ár. Hún hataði sjálfa sig og hvernig hún leit út. Henni fannst hún einskis virði. Það var ekki fyrr en Alexandra ákvað að elska sig sjálfa, alveg eins og hún er, að henni byrjaði að líða betur.

Hún segir sögu sína í einlægu viðtali sem hægt er að lesa í heild sinni í DV.

Alexandra Arndísardóttir Sadiku. Mynd: Eyþór/DV

Erfið meðganga

Árið 2013 varð Alexandra ólétt og fékk rosalegt meðgönguþunglyndi, sem hún segir hafa komið vegna lífsreynslu hennar og áfalla.

„Þegar ég fékk síðan barnið í hendurnar kom upp hugsun, sem ég sé mikið eftir í dag, en ég hugsaði: „hver ætlar að taka þetta barn með sér heim, ég vil það ekki.“ En fyrsta spurningin sem ég spurði var hvaða kyn barnið væri. Það var engin leið að sjá það þar sem það fæddist með litningagalla sem greindist ekki fyrr en fimm dögum seinna, eftir margar rannsóknir og DNA-próf. Hann fæddist með XO-litning þannig það var ekki staðfest 100 prósent af hvoru kyni hann var fyrr en hann varð 18 mánaða,“ segir Alexandra.

Alexandra og eldri sonur hennar.

Afsalaði forræðinu

Alexandra glímdi við mikið fæðingarþunglyndi. „Mér leið ógeðslega. Fæðingarþunglyndið var svakalegt og ég endaði nokkrum sinnum inni á geðdeild vegna sjálfsvígstilrauna. Á geðdeild var ég greind með BPD, áfallastreituröskun, þunglyndi (level max), kvíðaröskun og fékk einhverjar fleiri greiningar sem ég nenni ekki að telja upp,“ segir Alexandra.

Hún endaði með að sækja um aðstoð frá barnavernd á Akranesi og fékk stuðningsfjölskyldu. Árið 2016 eignaðist hún annan strák. „Ég hafði hvorki andlega né líkamlega heilsu til að sjá um þá heima. Barnavernd bauð mér tímabundið fóstur og stuðningsfjölskyldan vildi taka þá báða að sér, sem mér þótti og þykir enn svo vænt um,“ segir Alexandra.

„Barnavernd lofaði að hjálpa mér í andlegum veikindum mínum. En ég fékk aldrei hjálpina. Það var ekki fyrr en ég afsalaði mér forræðinu yfir drengjunum til átján ára aldurs, sem barnavernd varð loks reiðubúin til að hjálpa mér.“

Drengirnir fóru ekki á nýtt heimili heldur fékk stuðningsfjölskyldan fullt forræði yfir drengjunum. „Ég hefði ekki getað ekki fundið betra heimili fyrir þá,“ segir Alexandra.

Alexandra Arndísardóttir Sadiku
Alexandra Arndísardóttir Sadiku og yngri sonur hennar. Mynd: Úr einkasafni

Iðrast ákvörðunarinnar

„Ég sé mjög mikið eftir þeirri ákvörðun að afsala mér forræðinu yfir drengjunum. Ég mun aldrei fyrirgefa sjálfri mér fyrir að hafa gert það, þar sem ég gerði það gegn mínum vilja. Barnavernd neyddi mig í það og eina ástæðan sem þau gátu gefið mér var að tími minn væri að renna út,“ segir Alexandra og útskýrir að hún fékk tímabundið fóstur í tvö ár.

„Það vilja allir að ég fari í mál við barnavernd,“ segir hún en bætir við að það ætli hún ekki að gera. „Eina ástæðan fyrir því að ég vil ekki fara í mál sú að ég elska fjölskylduna sem strákarnir mínir eru hjá. Ég myndi aldrei vilja neitt vesen okkar á milli. Ef það væri ekki fyrir þau, þá myndi ég fara í mál.“

Alexandra er í góðu sambandi við drengina og fær þá til sín aðra hverja helgi. Ef hún biður um að fá þá oftar, þá segir hún það vera ekkert mál. Yfir sumartímann er hún einnig mikið með þá, og svo er stór plús hvað þeir búa nálægt henni.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433
Fyrir 11 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni
433
Fyrir 12 klukkutímum

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2