Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Bleikt

45 ára móðir með fjóra sykurpabba: „Þeir búast við kynlífi“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samantha er 45 ára móðir. Hún býr í London og fær um 150 til 300 þúsund krónur á mánuði frá fjórum karlmönnum sem hún er um þessar mundir í sambandi með.

Hún kynntist karlmönnunum á síðunni Seeking Arrangement, sem er sugar baby vefsíða. Þar auglýsa konur eftir svokölluðum „sykurpöbbum“ (e. sugar daddy). Sykurpabbar styðja konurnar fjárhagslega, hvort sem það er í gegnum beinar greiðslur, fínar gjafar, greiðsla á leigu og svo framvegis.

Samantha.

Samantha á tvo syni sem eru 24 ára og 18 ára. Hún skildi við barnsföður sinn fyrir þremur árum og hefur verið einhleyp síðan.

Hún byrjaði að vera virk á Seeking Arrangement fyrir tveimur árum síðan og hefur þegar þénað vel á fyrirkomulaginu sem hún hefur gert með sínum sykurpöbbum.

Hún hefur fengið rúmlega þrjár milljónir króna, Range Rover og Dior töskur. Henni hefur verið boðið til París og út á borða á mjög fínum veitingastöðum í London.

Í viðtali við Fabulous Digital segir Samantha: „Ég hef farið á stefnumót með fimmtán karlmönnum. Flestir þeirra eru í fjármálabransanum og eru frá 36-60 ára. Þeir eru ríkir og sumir þeirra eru milljónamæringar.“

Samantha segir að stærsta gjöfin sem hún hefur fengið var bíll. „Það var keypt fyrir mig Range Rover. Ég spurði ekki hversu mikið hann kostaði, það hefði verið dónalegt,“ segir hún.

Samantha og Range Roverinn.

Þrátt fyrir gjafirnar frá sykurpöbbunum segir Samantha að hún er ekki efnishyggjusinnuð.

„Einföldu hlutirnir, eins og lautaferð, eru alveg jafn sérstakir. Ég þarf ekkert of margar gjafir. Ég er er ekki það efnishyggjusinnuð. Ég vil frekar fá vasapening á hverjum mánuði til að hjálpa mér að borga reikninga og aðra hluti. Það er mun mikilvægara. Það er ekki eins grunnhyggið,“ segir hún.

„Ég fæ um 150 til 300 þúsund á mánuði í vasapening. Það fer eftir því hversu mikið mig vantar, það er ekki fyrirfram ákveðin upphæð.“

Samantha sefur hjá mönnunum sem hún fer á stefnumót. „Þeir búast við kynlífi, en búast ekki karlmenn við kynlífi á venjulegum stefnumótasíðum,“ segir Samantha.

Hún stundar kynlíf með þremur af fjórum karlmönnunum sem hún er í „sykursambandi“ með núna.

„Ég myndi ekki kalla mig sjálfa sykurbarn (sugar baby), ég vill frekar vera kölluð sykurdama (sugar lady),“ segir Samantha.

„Ég er aðeins of gömul fyrir barnahlutann.“

Samantha segir að endamarkmið hennar er að finna sér lífsförunaut en síðustu ár hafa snúist um að hafa gaman eftir skilnað.

„Ég held að langtímasamband gæti gerst með einum af karlmönnunum sem ég er að hitta núna,“ segir Samantha og bætir við að hún sé að hafa gaman núna og vill ekki segja skilið við fjörið strax.

„Ég veit að ég er 45 ára en ég elska samt enn þá kynlíf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: „Það leynist lítill uppreisnarseggur í þér þessa dagana“

Stjörnuspá vikunnar: „Það leynist lítill uppreisnarseggur í þér þessa dagana“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lesið í tarot Loga: Gullslegin velgengni

Lesið í tarot Loga: Gullslegin velgengni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Klámstjörnur fara í drykkjuleik: „Hversu mörgum hefurðu sofið hjá?“

Klámstjörnur fara í drykkjuleik: „Hversu mörgum hefurðu sofið hjá?“
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Elísabet veit ekki í hvaða stjörnumerki hún er: „Þetta hefur valdið mér hugarangri í mörg ár“

Elísabet veit ekki í hvaða stjörnumerki hún er: „Þetta hefur valdið mér hugarangri í mörg ár“
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Shannen Doherty með fjórða stigs krabbamein

Shannen Doherty með fjórða stigs krabbamein
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Nú steinhættir þú að nota eyrnapinna – Sjáðu myndbandið

Nú steinhættir þú að nota eyrnapinna – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.