fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Guðný glímdi við lotugræðgi í áratug: „Ég kastaði upp á salernum hjá bensínstöðvum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 13:00

Á myndinni til vinstri er Guðný í meðferð við átröskuninni. Á myndinni til hægri er hún að eigin sögn vegan og vel nærð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru komin fjögur ár síðan Guðný Waage stóð uppi sem sigurvegari eftir tíu ára baráttu við lotugræðgi (e. bulimia). Hún óttaðist mat en tókst að yfirstíga hræðsluna með hjálp fagaðila og með því að verða vegan. Í dag elskar hún að elda og borða, eitthvað sem hún gat ekki ímyndað sér að gera í heilan áratug.

Guðný segir sögu sína og frá ferðalaginu að batanum í einlægu viðtali við DV.

Byrjaði í sumarbústað

Guðný rifjar upp hvenær lotugræðgi náði að festa rótum í hennar lífi.

„Lotugræðgi náði mér nákvæmlega í sumarbústaðaferð páskana 2005. Þá var ég tæplega tvítug,“ segir Guðný.

„Lotugræðgi er matarfíknisjúkdómur. Hjá mér lifði hann einnig þannig að hrós vegna grennra útlits var hættulegt. Því þá fór hausinn af stað með lotugræðgi púkann og það vatt upp á sig og úr varð hræðilegur vítahringur sem ég hélt ég myndi aldrei geta losnað úr. Ég var stödd í þessum vítahring í tíu ár. Ég faldi mig með þennan sjúkdóm í þessi tíu ár. Mínir allra nánustu vissu ekki þegar þetta stóð sem mest.“

Guðný náði bata eftir tíu ára baráttu við lotugræðgi.

Kastaði upp á bensinstöðvum

Eftir örlagaríku sumarbústaðaferðina léttist Guðný um þrjú kíló.

„Ég sagði vinkonum mínum í vinnunni frá þyngdartapinu og þær voru ánægðar fyrir mína hönd að hafa orðið léttari eftir páskana. „Hrós-púkinn“ vaknaði og þarna byrjaði þetta,“ segir hún.

Guðný fer yfir hvernig lífið var á þessum tíma.

„Ég borðaði kannski einn til tvo ávexti á daginn í skólanum og svo kvöldmat heima, síðan flúði ég eitthvert til að skila. Ég kastaði upp á salernum hjá bensínstöðvum. Ef ég náði ekki að tæma mig varð ég pirruð í skapinu, svona hélt þetta áfram,“ segir Guðný.

„Ég var léttust 52 kíló, eða með 17 í BMI.“

Í dag er Guðný með 24 í stuðlinum BMI, eða Body Mass Index. Allt undir 18,5 í BMI er vannæring og þeir sem eru í kjörþyngd eru á bilinu 18.5 til 24.9.

Hrædd við mat

Guðný segir að það hafi verið erfitt að biðja um hjálp.

„Það sem var erfiðast var að senda tölvupóst á átröskunarteymi LSH og fá hjálp, og þiggja hjálpina. Það var sumarið 2013,“ segir hún.

„Ég sá þá hversu veik ég var. Ég hágrét yfir lasagna á disk sem ég átti að borða. Ég hræddist mat. Ég hræddist mest mæjónes og smjör.“

Hræðsla Guðnýjar við mat var margslungin.

„Ég þorði ekki að láta mat inn fyrir varir mínar því hann myndi gera mig feita, og að vera feit hræddi mig. Ég hugsaði: „Ég verð ljót og feit og ekki viðurkennd í samfélaginu ef ég borða þetta, þetta er bannað!““

„Þetta er kafli í mínu lífi sem ég hef lokað og mér dettur ekki í hug að opna því ég veit svo mikið betur í dag. Ég er með tattú á hendinni sem minnir mig á hvað ég sigraði og má vera mjög stolt af því.“ Tatttúið er merki NEDA (National Eating Disorder Awareness)

Erfitt að vera barnshafandi

„Að verða barnshafandi var erfitt með þennan sjúkdóm. Ég hætti uppköstum og notaði það sem Hvítabandið hafði kennt mér. Ég hef ekki kastað upp viljandi síðan júní 2015,“ segir Guðný.

„En ég átti samt enn þá vandamál með hræðslu við mat. Ég glímdi við meðgönguþunglyndi og skammaðist mín fyrir að  vera með óléttukúlu. Ég hataði þennan maga.“

Guðný segir að það hafi tekið langan tíma og aðstoð frá fagaðila til að hún sætti sig við útlit sitt.

Mjólkurofnæmi dótturinnar breytti öllu

Þegar dóttir Guðnýjar varð eins árs fékk hún mjólkurofnæmi.

„Þá leit ég í minn eigin barn, hlustaði á þarfir líkamans og hætti alveg að neyta kúamjólkar. Við mæðgur vorum mjólkurlausar saman en svo óx ofnæmið af litlu minni svo hún gat alveg höndlað kúamjólk. En ég hélt samt sem áður áfram að vera kúamjólkurlaus því mér leið vel með það,“ segir Guðný.

„Nokkrum mánuðum seinna, september 2018, hætti ég að borða nauta- og kjúklingakjöt. Það var það eina sem ég þurfti til að verða vegan, því ég neytti ekki hinna dýraafurðanna. Aldrei fundist lambakjöt né svínakjöt gott.“

Guðný Waage í dag.

Vegan breytti öllu

„Síðan ég fór að elda vegan mat og gera alls konar tilraunir í eldhúsinu þá elska ég að borða. Ég þarf ekkert að passa línurnar. Ég er ég, og elska loksins núna að elda og sérstaklega borða mat,“ segir Guðný.

„Það er margt girnilegt sem ég missti af þessi tíu ár sem ég var í átröskunarmyrkrinu. Síðustu jól voru fyrstu vegan jólin mín og þau voru æði. Ég gerði heimalagað innbakað Oumph!“

Ráðleggur öðrum að leita sér hjálpar

„Sjúkdómurinn kemur annað slagið í heimsókn og reynir að skemma fyrir mér. En ég er mikið skarpari en hann,“ segir Guðný.

„Svona til dæmis þegar sjúkdómurinn reynir að plata mig þá er ég bara svöng, og ég fæ mér uppáhalds mat eins og ristað brauð með vegan smjöri, vegan osti og skellu af rabbabarasultu. Svo eftir nokkrar sneiðar þá athuga ég hvort sjúkdómurinn haldi ekki bara kjafti.“

Guðný ráðleggur fólki í sömu sporum og hún var í að leita sér hjálpar hjá fagaðila. Hún segir að vegan mataræði sé ekki fyrir alla en það hafi virkað fyrir hana.

„Elskulegi eiginmaður minn hvetur mig áfram á vegan mataræði til að halda átröskuninni niðri. Því eins og hann segir við mig þá daga ef mér líður eitthvað illa: „Þú ert að borða og ert ekkert að þyngjast,““ segir Guðný.

„Ég er ævinlega þakklát aðstoðina á Hvítabandinu sem er með meðferð við þessum sjúkdóm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.