fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Bleikt

Ekki stunda óvenju erfiða líkamsrækt ef þú ert reið(ur)

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki góð hugmynd að skella sér í ræktina eða fara út að hlaupa þegar fólk er reitt. Það virðist kannski vera hin fullkomna leið til að ná reiðinni úr sér að fara út að hlaupa eða stunda aðra líkamsrækt en það er ekki gott að gera það að sögn vísindamanna, að minnsta kosti er ekki ráðlegt að reyna óvenju mikið á sig. Þeir segja að fólk eigi að bíða eftir að því renni reiðin áður en það fer að reyna á líkamann.

Það eru niðurstöður alþjóðlegu rannsóknarinnar sem benda til að það geti verið erfitt fyrir hjartað ef fólk stundar erfiða líkamsrækt þegar það er reitt eða í uppnámi yfir einhverju. 12.500 karlar og konur frá 52 löndum tóku þátt í rannsókninni segir í umfjöllun The New York Times.

Blaðið hefur eftir Andrew Smyth, lækni við Population Health Research Institute, að fólk megi þó ekki skilja þetta sem svo að boðskapurinn sé að það eigi að halda sig frá líkamsrækt heldur halda sig innan eðlilegra marka í líkamsræktinni og ekki hlaupa helmingi lengra eða hraðar en það er vant.

Ef reiðin eða uppnámið er tekið með í líkamsræktina aukast líkurnar á að fá blóðtappa í hjartað en þetta á þó aðeins við um fólk sem er fyrir í áhættuhópi til að fá blóðtappa. Það er erfitt fyrir líkamann að vera í tilfinningalegu uppnámi eins og fylgir reiði eða uppnámi og því er ekki ráðlegt að auka álagði á hann enn frekar með erfiðri líkamsrækt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.