fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Bleikt

Hulda kraftlyftingakona Íslands skorar á glansmyndina: „Kröfurnar eru oft mjög óraunhæfar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda B Waage kraftlyftingakona Íslands skorar á glansmyndina. Hún tekur myndir af konum í alls konar stellingum og endurgerir myndirnar. Hulda var komin með nóg af því að bera sig stöðugt saman við aðra og líða illa með sjálfa sig. Hún ákvað að deila myndunum með fylgjendum sínum á Instagram og hefur hlotið mikið lof fyrir að sýna hugrekki og leggja sitt af mörkum fyrir jákvæða líkamsímynd.

Af hverju ákvaðstu að byrja að þessu?

„Ég byrjaði að taka þessar myndir fyrir fyrsta Evrópumeistaramótið mitt fyrir þremur árum. Ég hef alltaf verið óörugg með útlit mitt og með lélega sjálfsmynd. Kröfurnar eru líka oft mjög óraunhæfar. Bæði frá okkur sjálfum og frá umhverfinu. Ég var komin á þann stað að ég var stöðugt að bera mig saman við aðra og ég vissi að ég þyrfti að vinna í mínum málum,“ segir Hulda.

Hvaðan kom hugmyndin?

„Hugmyndin var sú að ég myndi bókstaflega, í orðsins fyllstu, bera mig saman við aðra. Í rauninni að gera grín af mínum eigin kröfum til sjálfs míns og gera grín að kröfum samfélagsins. Þetta átti algjörlega og er algjörlega að mínu mati fyndið en á sama tíma að hjálpar þetta mér að sættast við sjálfa mig,“ segir Hulda.

Hvernig viðbrögð hefurðu fengið?

„Ég hef hingað til bara fengið góð viðbrögð. Bæði hafa einstaklingar komið til mín og hrósað mér. Bæði bara fyrir að vera fyndin og gera slæma daga betri og fyrir að hafa hugrekkið. Skilaboðin sem ég hef fengið hafa líka verið yndisleg. Einstaklingar eins og ég hafa tekið verkefnið fyrir og eru á sömu braut og ég að sættast við sjálfa sig. Ég hef líka fengið hrós fyrir útlit mitt, sem er dásamlegt, en það er ekki það sem ég sækist eftir,“ segir Hulda.

 

Hvernig hefur þetta hjálpað þér?

„Það er eiginlega ótrúlegt hvað þetta hefur gefið mér. Ég kann betur að meta sjálfa mig. Mér finnst ég vera skemmtilegri og fallegri. Hljómar kannski einkennilega en það er bara svo gott að kunna meta sjálfa sig óháð því að fá samþykki frá öðrum. Bara ég  samþykki mig sjálf,“ segir Hulda.

Fylgstu með Huldu á Instagram.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

World Series-flassarinn gerir allt vitlaust með nýrri nektarmynd

World Series-flassarinn gerir allt vitlaust með nýrri nektarmynd
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Agnarsmátt bikiní Instagram-fyrirsætu veldur usla

Agnarsmátt bikiní Instagram-fyrirsætu veldur usla
Bleikt
Fyrir 1 viku

Almenningur kemur hjúkrunarfræðingi til varnar

Almenningur kemur hjúkrunarfræðingi til varnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Mæðgur fara saman í sturtu á hverjum degi

Mæðgur fara saman í sturtu á hverjum degi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.