fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 12. júní 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móður fimm ára stúlku var illa brugðið þegar hún fékk sent bréf þess efnis að fimm ára dóttir hennar væri allt of þung. Raunar væri hún nálægt því að glíma við offitu. Þetta kom móðurinni verulega á óvart enda er stúlkan aðeins 23 kíló og fullkomlega heilbrigð.

Karis Campbell er búsett í Harlow í Essex á Englandi og var hún nýkomin heim úr sumarfríi með fjölskyldunni þegar bréf beið hennar á heimilinu. Bréfið var frá bæjaryfirvöldum og þar var meðal annars greint frá niðurstöðum hæðar- og þyngdarmælingar sem dóttir hennar, Lexi, fór í ásamt skólasystkinum sínum í vor.

Þar kom fram að Lexi væri í ofþyngd, samkvæmt fyrir fram gefnum þyngdarstuðli, og raunar nálægt því að glíma við offitu samkvæmt sama stuðli. Þess er getið í frétt Mirror að hin fimm ára gamla Lexi sé 112 sentímetrar á hæð og 23 kíló.

Karis trúði þessu varla en fór síðan sjálf á heimasíðu sem gefin var upp í bréfinu og færði tölurnar sjálf inn. „Þar kom fram að hún væri fimm prósentustigum frá því að glíma við offitu.“

Karis er mjög ósátt við þau skilaboð sem verið er að senda dóttur hennar og öðrum börnum. Bendir hún á að dóttir hennar stundi ballet, leiki sér mikið og sé full af orku. „Hún er fimm ára. Hvernig er hægt að senda börnum svona skilaboð,“ segir hún og bætir við að henni detti ekki í hug að segja dóttur sinni frá niðurstöðunum.

Talsmaður yfirvalda í Essex segir við Mirror að farið sé eftir verklagsreglum breskra heilbrigðisyfirvalda og markmiðið sé að fylgjast með þróun ofþyngdar og offitu meðal barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 11 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.