fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Bleikt

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 12. júní 2019 12:00

Jennifer er fimmtug og flott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston er í frábæru formi og er það ekki síst að þakka réttu mataræði og reglubundinni hreyfingu.

Aniston, sem varð fimmtug í febrúar síðastliðnum, er með mörg járn í eldinum en á næstu dögum verður frumsýnd myndin Murder Mystery þar sem hún fer með aðalhlutverk ásamt Adam Sandler.

Einkaþjálfari Jennifer Aniston heitir Leyon Azobuike og nýtur hann talsverðrar virðingar í faginu.

Leyon fær margar margar fyrirspurnir á Instagram frá fylgjendum sínum, sem vilja gjarnan fá upplýsingar um hvernig þeir geta litið út eins og átrúnaðargoðin, Jennifer Aniston sem dæmi. Nýlega fékk hann spurningu þar sem hann var beðinn um að mæla með hvað best væri að gera fyrir æfingu, meðal annars með tilliti til næringar.

Leyon segir að huga þurfi að ýmsum þáttum þegar fólk vill koma sér í form eða halda sér í formi. Mikilvægt sé að huga að heilsunni allan sólarhringinn, ekki bara rétt fyrir æfingar eða rétt eftir æfingar.

Leyon segir að fólk þurfi að gæta þess að fá nægan nætursvefn, sex tíma að lágmarki, og þá þurfi að gæta þess að borða næringarríka og fjölbreytta fæðu; blöndu af flóknum kolvetnum, prótínum og grænmeti. Þá segir hann að fólk verði að passa upp á að drekka nóg af vatni.

„Það er algengur misskilningur að þú eigir að bíða eftir því að verða þyrst eða þyrstur. Ef þú drekkur mikið fyrir æfingu er hætta á að maður verði of þungur á sér. Það þarf að hugsa dæmið lengra og í raun og veru ættirðu að vökva líkamann mjög reglulega yfir daginn.“

Leyon nefndi hér að framan flókin kolvetni og prótín en hann mælir einnig með því að fólk borði nóg af góðri fitu. „Ég elska avókadó, kókosolíu, lax, fiskiolíu – allt sem inniheldur góða og holla fitu.“

Sjálfur kveðst hann takmarka neyslu á kolvetnum og prótínum og miða hana við líkamsþyngd sína; 1,7 grömm af kolvetnum á dag fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og 2 grömm af prótínum. Einstaklingur sem er 60 kíló ætti þá, samkvæmt þessu að borða 102 grömm af kolvetnum og 120 grömm af prótínum á dag. Ofan á þetta fái hann hitaeiningar úr neyslu á fitu.

En hvað mælir hann með að gera fyrir æfingu?

„Um klukkutíma fyrir æfingu, hlaupaæfingu til dæmis, þá fæ ég mér eina skeið af hnetusmjöri, banana og smá brauð. Ég veit að þessi blanda mun gefa mér nóg til að komast í gegnum æfinguna.“

Leyon bendir þó á að það sem virkar fyrir einn þarf ekki endilega að virka fyrir alla. „Maður þarf að prófa sig áfram og ef til vill gera mistök,“ segir hann og bætir að lokum við að sniðugt geti verið að skrifa niður hvað maður borðar fyrir æfingu. Það sé gott að halda sig við það sem lætur manni líða vel meðan á æfingu stendur.

 

View this post on Instagram

 

Throughout the course of my career, I’ve had the pleasure to wake up every day and do something I love with people I care about, people who share that same passion, energy, and infectious positivity for the task at hand, and to see those same characteristics transcend just the physical part of the exercise. This right here, this is very very special to me, being that it comes from one of the most AMAZING human beings I’ve ever had the pleasure to have in my life 😀. So to the hardest working, beautiful, vigorous, most extraordinary person- way to absolutely CRUSH this🙌🏿. Pick up your @instylemagazine September fashion issue on the stands now! I’m proud of you Jen, and forever proud to be your coach 🙏🏿 . . . #JenniferAniston #Gloveworx #Fitness @underarmour @gloveworx @goodmorningamerica

A post shared by Leyon Azubuike (@leyon) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.