fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Ástin gleypir bogmanninn – Sjúkleg hamingja eða algjört vonleysi

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 5. maí 2019 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 6. – 12. maí

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Það er eins og þú eigir von á að fá einhvers konar verðlaun eða mikilvæga gjöf á næstunni og hún tengist vinnunni. Þú verður himinlifandi með þessa gjöf, elsku hrútur, og hún á eftir að opna nýjar dyr fyrir þér.

Þú mættir samt hafa það hugfast að setja sjálfan þig í annað sætið heima fyrir því stundum þvælist egóið þitt fyrir. Prófaðu í þessari viku að setja allar þínar þarfir til hliðar, svona til tilbreytingar, og eingöngu hugsa um hag fjölskyldunnar allar – það gæti komið þér langt.

Svo er eitthvað svakalega stórt partí í vændum. Það er ekki tengt vinnunni heldur einhverjum ágætis félaga sem býður þér með. Þar kynnistu einstakri manneskju sem á eftir að hafa mikil áhrif á þig – þó ekki á rómantískan hátt.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 3, 48, 51

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Það er einhver lægð yfir nautinu þessa vikuna og þú ferð að finna fyrir heilsubrestum. Hættu nú að fresta því að fara til læknis og bara drífðu þig! Þú tapar engu á því, nema kannski tíma. Heilsan er svo mikilvæg og þú getur ekki lengur horft framhjá lélegu, líkamlegu ástandi.

Þú virðist vera að byrja á einhverju nýju verkefni, annað hvort í vinnu eða heima fyrir. Þetta er spennandi verkefni sem þú hlakkar til að takast á við og gefur þér smá hugarró og aukið sjálfstraust.

Svo er barn í kortunum, þó ekki hjá nautinu sjálfu. Annað hvort er þetta barnabarn eða góður og traustur vinur á von á barni. Þetta eru allavega mikil gleðitíðindi, enda virðist sem manneskjan sem á von á barninu hafi gengið illa með að verða ólétt.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 10, 11, 23

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Ó, tvíburinn minn. Líf þitt endurspeglar persónuleika þinn um þessar mundir. Það er annað hvort eða. Sjúkleg hamingja eða algjört vonleysi. Fullt af peningum eða algjör blankheit. Upp eða niður. Þú verður að fara að taka þér tak og vinna í þínum persónulegu málum og hvernig þú tekst á við hlutina. Jafnframt hvernig þú kemur fram við aðra og ekki síst hvernig þú talar um aðra.

Langt frí frá vinnu er í vændum hjá þér og það verður afar kærkomið. En nýttu það vel. Ekki bara sitja og gera ekki neitt. Finndu þér nýtt áhugamál sem krefst útivistar og prófaðu jafnvel að hugleiða.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 5, 17, 28

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Það er rosalega mikið að gera í vinnunni hjá þér og þér finnst það fullmikið í þessari viku. Svo mikið að þú nærð ekkert að einbeita þér að sjálfum þér, elsku krabbi. Því kemur helgin eins og blessun og veitir þér ró og frið sem þú ert búinn að vera að bíða eftir.

Af þessum sökum verður vikan ekkert sérstök. Þú nærð ekki að komast út í ferskt loft mikið, leiðist að vera alltaf á þönum og ert frekar langt niðri fallegi krabbi. Þú týnir svolítið litnum í persónuleikanum sem allir heillast af og lífið verður svart/hvítt í smá tíma. En þetta er bara tímabil. Ekki gefast upp.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 13, 42, 50

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Það hefur gengið mikið á hjá þér elsku ljónið mitt en það verður annað uppi á teningnum þessa vikuna. Loksins færðu smá tíma til að draga andann djúpt, hringja í nokkra vini og hafa bara gaman.

Svo er eitthvað svakalega skemmtilegt í gangi í vinahópnum sem tengist vin sem þú hefur ekki heyrt í lengi. Einhver viðburður, sem er ekkert endilega voðalega stór, sem er í bígerð og þú getur ekki beðið.

Í einkalífinu er svo allt að gerast. Lofuð ljón njóta lífsins með makanum og finna nýjar leiðir til að koma elskhuganum á óvart. Einhleyp ljón eru í fullu fjöri þessa dagana og til í að fara á stefnumót eftir stefnumót. Það er yndislegt – svo lengi sem það varir.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 9, 17, 67

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Æi, meyjan mín. Þetta er voðalega erfiður tími fyrir þig í vinnu eða skóla. Það er svo gasalega mikið álag að þú hefur engan tíma til að slaka á, sem er þér mjög mikilvægt. Þú þráir frí svo mikið og getur ekki beðið eftir sumarfríinu. Þú þarft nefnilega alltaf að gefa þér smá tíma fyrir sjálfa þig, hvort sem það er tíu mínútna göngutúr í hádegishlénu eða að horfa á einn þátt án truflana frá einhverjum.

Seinnipartur vikunnar verður einstaklega góður. Þér verður komið skemmtilega á óvart af einhverjum dásemdar einstaklingi og þú kannt rosalega vel að meta það. Traustur vinur getur gert kraftaverk.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 4, 15, 30

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Einkalífið þitt blómstrar. Þú ert búin að vera rosalega dugleg að einbeita þér að þér sjálfri, fallega vog, og búin að finna áhugamál sem losar um allar heimsins áhyggjur – sem stundum geta þyngt þig aðeins of mikið.

Það eru miklar hræringar í vinnunni og einhverjar breytingar í vændum. Þér líst ekkert alltof vel á þær, en eins og alltaf eru til í að gefa þeim séns. Það er nú þinn helsti kostur – hve tilbúin þú ert að breyta og breytast. Þú ert hins vegar farin að kíkja í kringum þig eftir nýjum atvinnutækifærum og rekur augun í eitthvað sem á eftir að heilla seinnipart vikunnar.

Einhver fjölskylduvinur eða náinn ættingi kemur þér á óvart í lok vikunnar og það er langt síðan slík gleðivíma hefur hríslast um þig.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 17, 47, 80

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Það eru einhverjar fjárhagsáhyggjur af þjaka þig, kæri sporðdreki. Það er afar þröngt í búi og mikið af útgjöldum sem geta ekki beðið. Það er alltaf jafn erfitt og þú sérð sumarfríið þitt hverfa í fjalli af gluggapósti. En nú þarftu að vera klókur, sniðugi sporðdreki. Þú þarft að sníða stakk eftir vexti og finna út úr ódýrari lausnum að drauma sumarfríinu. Vittu til, þú gætir haft afskaplega gaman að því að breyta um hugsunarhátt um stund.

Hins vegar hvílir svart ský yfir vinnunni, sem er verra mál. Það er einhver viðskiptafélagi sem er að svíkja þig. Þú hefur það á tilfinningunni en ert samt ekki viss. Vertu var um þig og ekki treysta hverjum sem er. Hafðu allt þitt á hreinu og reyndu að losa þig við fólk í kringum þig sem þér líst ekki á.

Í ástarlífinu er ekki mikið að frétta og lífið gengur sinn vanagang. Þér finnst það gott – sérstaklega þar sem vinnan og fjármálin eru í ansans ólagi.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 8, 19, 64

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Jiminn, einasti hvað það er mikil heillastjarna yfir þér, elsku bogmaður. Byrjum á því skemmtilega – einhleypir bogamenn finna hina einu, sönnu ást. Ást eins og þú hefur aldrei fundið áður. Ást sem hreinlega gleypir þig og lætur þig gleyma stund og stað. En gaman!

Í vinnu og skóla er líka mikill uppgangur hjá bogmanni. Þú hefur meira á milli handanna, nærð að klára öll verkefni með stæl og ert hvers manns hugljúfi. Ekkert meira um það að segja – njóttu gleðinnar!

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 6, 74, 83

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Það er búin að hvíla einhver neikvæði yfir þér og hún fer ekkert fyrripart vikunnar. Þú ert búin að vera eitthvað slöpp, steingeitin mín, og mikið búið að vera um að vera. Þú þarft smá tíma til að slappa aðeins af og finnur þann tíma um miðbik vikunnar, sem gerir gæfumuninn.

Svo tekurðu að þér eitthvað afskaplega skapandi og skemmtilegt verkefni heima fyrir sem á eftir að ganga afskaplega vel. Það er nefnilega þannig með þig, þegar þú ákveður að taka þér eitthvað fyrir hendur þá klárarðu það með glæsibrag.

Ertu hugsanlega að spá í frekara nám eða gagnlegt námskeið? Mér sýnist það. Þá hef ég bara eitt að segja: Láttu bara vaða! Settu sjálfa þig í fyrsta sæti og nærðu sálina.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 18, 25, 46

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Þú ert á leið í vinnuferð, vatnsberinn minn, og þessi vinnuferð á eftir að ganga eins og í sögu. Í þessari ferð áttu eftir að koma í tengslum við mjög mikilvæga og volduga manneskju sem getur opnað fyrir þér ýmsar dyr. Gaman!

Seinnipart vikunnar færðu hins vegar leiðinlegar fréttir af nánum fjölskyldumeðlim. Einhver er veikur og þarf á þinni hjálp og stuðning að halda, í hvaða formi sem hann kemur. Þetta á eftir að reyna mikið á þig og sýna þér hvað raunveruleg vinátta er.

En vatnsberi, ef þú ert í sambandi skaltu varast það að leyna maka þinn einhverju. Það endar aldrei vel. Hafðu þetta á bak við eyrað.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 22, 39, 48

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Það hafa einhver meltingarvandræði verið að angra þig og þú þarft að fylgjast extra vel með því sem þú lætur ofan í þig. Hugsanlega ertu kominn með óþol fyrir einhverjum mat, en ekki láta það buga þig. Þetta er frábært tækifæri til að endurhugsa mataræðið og bæta það í eitt skipt fyrir öll.

Heilt yfir er mjög jákvætt yfir fiskunum. Það gengur vel í lífi og starfi og engar óvæntar uppákomur sem setja allt úr skorðum. Einbeittu þér bara að heilsunni og lífið leikur við þig.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 26, 56, 65

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.