fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Þolendur kynferðisofbeldis sýna í hverju þeir voru þegar þeim var nauðgað – Sláandi myndir

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 29. apríl 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í hverju varstu?“ Er spurning sem þolendur kynferðisofbeldis þekkja því miður of vel. Að sjálfsögðu skiptir klæðnaður engu máli þegar kemur að kynferðisofbeldi. Eina orsök nauðganna eru nauðgarar. Eina ástæða kynferðisofbeldis eru ofbeldismenn. Ekkert annað.

Þolendaskömm tekur ábyrgðina frá geranda og það er hættulegt. Til að berjast gegn mýtunni að fataval breytir einhverju hafa þolendur stigið fram og sagt frá í hvaða fötum þeir klæddust þegar þeir voru beittir kynferðisofbeldi.

Dr. Wyandt-Hiebert og Ms. Brockman, settu sýninguna fyrst af stað árið 2014 og vakti hún mikla athygli. Síðan þá hefur sýningin verið vert ár og taka nemendur háskólans í Arkansas þátt með því að segja frá í hverju þeir voru þegar þeir voru beittir kynferðisofbeldi.

Sjáið myndirnar hér að neðan af fötum þolenda og átakanlega söguna á bak við þau.

„Sumarkjól. Nokkrum mánuðum síðar stóð móðir mín fyrir framan fataskápinn minn og kvartaði yfir því að ég klæddist aldrei kjólum lengur. Ég var sex ára.“

„Gallabuxum, bol og Toms strigaskóm. Allir virðast svo ráðvilltir þegar ég segi þeim þetta. Eins og þeir skilja ekki hvað ég er að segja. Þeir skilja ekki í hverju ég var. Þetta er næstum fyndið. Næstum.“

„Kjól fyrir skóladansleik. Veit ekki hvort ég þurfi að útskýra það eitthvað nánar…“

„Ég var í gallastuttbuxum og hlýrabol. Hann hleypti mér ekki út úr bílnum fyrr en hann kláraði. Um leið og ég kom heim henti ég bolnum í ruslið.“

„Ég var í khaki stuttbuxum og bómullarbol. Hann sannfærði mig að koma heim til sín eftir lélegt stefnumót. Vinkona mín sagði mér að geyma fötin sem ég var í ef ég myndi ákveða að kæra seinna. Fötin eru enn þá í poka sem er falinn inn í skáp.“

„Ég fór ekki í vinnunna í nokkra daga eftir að þetta gerðist. Þegar ég sagði yfirmanni mínum frá því spurði hún mig þessarar spurningar. Ég svaraði: „Stuttermabol og gallabuxum, hverju klæðist þú á hafnaboltaleiki?“ Ég gekk út og kom aldrei aftur.“

„Háskólabol og buxum. Þetta er fyndið; enginn hefur spurt mig að þessu áður. Ég er spurður hvort það þýði að ég sé hommi því mér var nauðgað, eða ef ég barðist til baka eða hvernig ég ‚gat leyft þessu að gerast,‘ en ég hef aldrei verið spurður út í fötin mín.“

„Stuttermabol og gallabuxum. Það hafa þrjár mismunandi manneskjur gert þetta við mig á þrem mismunandi tímum. Í hvert sinn var ég í gallabuxum og bol.“

„Uppáhalds gula bolnum mínum, en ég man ekki í hvaða buxum ég var. Ég man að ég var svo ráðvilltur og vildi bara fara úr herbergi bróður míns og halda áfram að horfa á teiknimyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.