fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sunna Ben fékk meðgöngueitrun: „Hefði aldrei trúað að ég gæti orðið svona svakalega veik“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 12:47

Sunna Ben fyrir meðgöngu og daginn sem hún var sett í gangsetningu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti í mínu besta líkamlega formi lent í því að verða svona svakalega veik, ég átti samkvæmt öllu, að mér fannst, að eiga svo næs meðgöngu. Meðgöngueitrunin er ófyrirsjáanleg,“ segir Sunna Ben.

Sunna Ben, plötusnúður, var hraust og í góðu líkamlegu formi áður en hún varð ólétt. Hún reiknaði því með þægilegri meðgöngu en svo var ekki raunin. Grindagliðnun, meðgöngueitrun, bjúgur og hjartabilun fylgdu meðgönguferlinu. Sunna opnar sig um reynsluna á Facebook-síðu sinni Sunna Ben – Þjálfari og segir spennt fyrir komandi tímum, en hún er farin að þjálfa aftur. Sunna gaf DV góðfúslega leyfi til að birta færsluna.

Strax flökurt

Vorið 2018 var Sunna Ben að klára ÍAK einkaþjálfaranámið. Hún var búin að taka Crossfit þjálfaraprófið (CF L1) og bæta við sig alls konar sérhæfðum námskeiðum í lyftingatækni og hreyfitækni. Svo komst Sunna að því að hún væri ólétt.

„Það hefði í sjálfu sér ekki þurft að hafa mikil áhrif á störf mín sem þjálfari svona framan af, nema hvað mér varð svo flökurt við upphaf meðgöngu að mig svimaði við það eitt að hugsa um hreyfingu. Nei sko, í alvörunni! Ég gat ekki gert prógrömm af því tilhugsunin ein olli mér svitakófi og svima og ég gat gleymt því að reyna að hreyfa mig sjálf, þá varð ég hreinlega bílveik,“ segir Sunna.

Hún segir að þó meðgangan hafi verið erfið í byrjun hafi annar þriðjungur hennar verið dásamlegur.

„Ég hreyfði mig oft í viku, stundum oft á dag! Lyfti, synti, stundaði jóga og var heilt á litið sjúklega hress þó bumban væri að stækka ofsalega hratt og hægði talsvert á mér,“ segir Sunna og heldur áfram:

„Þar til einn daginn þegar grindin fór að segja til sín með svo miklum látum að það leið ekki á löngu þar til eina hreyfingin sem ég gat stundað vandræðalaust var það að hjóla hægt á kyrrstæðu hjóli, jú og Jóga Nidra (svona jóga þar sem maður liggur á bakinu og slakar af á meðan maður reynir að sofna ekki, ég er ekki góð í því – sofna alltaf).“

Mælingar á Landsspítalanum.

Gat ekki hreyft sig

„Seinasti þriðjungur meðgöngunnar var svo aftur mjög erfiður. Ég gat ekkert hreyft mig, var snemma látin draga úr vinnu og rúmum 2 mánuðum áður en barnið átti að fæðast var ég skikkuð upp í rúm með tærnar upp í loft og mátti helst ekki hreyfa mig neitt,“ segir Sunna.

„Á þessum tíma safnaði ég svo enn meiri bjúg (rúmum 20 kílóum af bjúg nánar tiltekið) og það eitt að standa upp til þess að fara á klósettið var orðið krefjandi verkefni, þó ég hafi einmitt verið í svaka góðri æfingu í því.“

Rétt fyrir jól  var farið að bóla á ummerkjum meðgöngueitrunar. En Sunna var sett tæpum mánuði seinna. Vegna þessa var fylgst vel með henni.

„Þann 27. desember fór ég upp á heilsugæslu í skoðun og var send beint upp á Landspítala í frekari rannsóknir vegna meðgöngueitrunarinnar. Þaðan var ég send í gangsetningu seinna sama dag, ég færi ekki heim fyrr en barnið væri fætt. Meðgöngueitrun er nefnilega þess eðlis, ef einhverjir vissu það ekki, að eina lækningin við henni er að kona fæði fylgjuna, eftir það ættu vandamálin að fjara út.“

Daginn sem Sunna var gangsett.

Mætti í heiminn á gamlársdag

„Eftir þrjá daga af misheppnaðri gangsetningu var belgurinn losaður 30. dessember 2018 og 16 klukkustundum síðar, árla morguns á gamlársdag spratt út lítill stuðbolti! Yes! Við litla fjölskyldan vorum á bleiku skýi. Lilli kominn í heiminn rúmum 2 vikum áður en við áttum að fá að hitta hann, á svona smart degi í þokkabót, og ég mátti búast við að byrja að hressast, hvílík snilld,“ segir Sunna.

Hins vegar gat ekkert undirbúið litlu fjölskylduna undir það sem gerðist:

„Daginn eftir fæðinguna fékk ég svo hóstakast, ég hafði verið með kvef í nokkrar vikur svo það kom mér svo sem ekkert á óvart. Nema hvað þetta hóstakast hætti ekki og skyndilega gat ég ekki andað. Allar ljósmæður, hjúkkur, læknar og sjúkraliðar á hæðinni höfðu safnast saman inni í herbergi hjá okkur og mér var gefið súrefni meðan það var haft samband sérfræðideildir. Ég var send í ómskoðanir og þar kom í ljós að bjúgurinn hafði líka sest í lungun á mér og umhverfis hjartað, lungun voru full af vatni og ég komin með hjartabilun,“ segir Sunna og bætir við:

„En ég sem hafði alltaf verið svo hraust fyrir örfáum mánuðum, hugsaði ég. Þetta gat ekki staðist?!“

Bjúgurinn nokkrum dögum fyrir fæðingu og nokkrum dögum eftir.

Ellefu daga spítalavist

Sunna og fjölskyldan voru í ellefu daga samtals á Landspítalanum. Eftir ógrynni af lyfjum, mælingum og skoðunum var hún loks talin nógu hraust til að fara heim. Hún segir að sem betur fer var litli drengur þeirra alltaf hraustur.

„Það tók líka talsverðan tíma og gommu af lyfjum til þess að ég fengi aftur lit í kinnarnar og smá orku í kroppinn eftir að heim var komið, en eftir að sá bolti fór að rúlla hefur allt gengið nokkuð vel. Nú, 10 vikum eftir fæðingu er ég farin að geta hreyft mig fullt, æfi fimm sinnum í viku og er hætt á öllum lyfjum fyrir löngu. Smám saman er mér farið að líða aftur eins og sjálfri mér og mikil ósköp er það kærkomið,“ segir Sunna.

Meðgöngueitrun ófyrirsjáanleg

„Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti í mínu besta líkamlega formi lent í því að verða svona svakalega veik, ég átti samkvæmt öllu (að mér fannst), að eiga svo næs meðgöngu! Meðgöngueitrunin er ófyrirsjáanleg og erfitt að hafa áhrif á hana með líferni nema þá með því að taka því rólega þegar hún gerir vart við sig.

En eins og þetta var krefjandi pakki og oft á tíðum alveg ógeðslega erfiður, þá var þetta svakalega lærdómsríkt ferli og ég kem út úr þessu öllu saman með nýjan skilning og breytt viðhorf til heilsu og hreysti.

Ég var nefnilega svo heppin að hafa aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta áður og núna er ég í fyrsta sinn fyrir alvöru að vinna í endurhæfingu og hún er að kenna mér svo margt. Þó hlutirnir gerist hvorki af sjálfu sér né á ljóshraða þá finnst mér algjör furða hversu fljótur líkaminn er að ná aftur þoli, styrk og tækni, en þetta er líka frábær tími til þess að endurstilla tæknina sína og verða betri,“ segir Sunna.

Að lokum segist Sunna vera spennt fyrir komandi tímum:

„Ég er svakalega glöð og spennt fyrir því að vera byrjuð aftur að hreyfa mig á fullu, enda þráði ég hreyfingu og bókstaflega dreymdi um hana á næturnar í rúmlegunni og veikindunum í fyrra. En ég er ekki síður spennt fyrir því að byrja aftur að hjálpa öðrum að hreyfa sig og líða betur, loksins!

Svo ég vil setja það út í kosmósinn strax að ég get byrjað að gera aftur fjarþjálfunarprógrömm um mánaðarmótin, ef þið hafið áhuga ekki hika við að heyra í mér.“

Sunna Ben heldur úti þjálfarasíðu á Facebook. Hún er einnig matarbloggari og heldur úti vinsælli síðu, Reykjavegan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“