fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Bleikt

Lady Gaga sögð vera ólétt: Svona svaraði hún fyrir sig

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 09:30

Lafðin er komin með nýjan upp á arminn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu mánuðir hafa verið einstaklega gæfuríkir fyrir tónlistarkonuna Lady Gaga, sem sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni A Star is Born. Þá hefur lagið Shallow úr myndinni hrifsað til sín öll möguleg og ómöguleg verðlaun.

Það er hins vegar mikið af kjaftasögum í gangi um Lady Gaga, og ekki bara um samband hennar og Bradley Cooper. Mjög háværar sögusagnir hafa verið á kreik nýverið um að Lafðin sé ólétt.

Sjá einnig: Sannleikurinn um samband Bradley Cooper og Lady Gaga: „Ég elska hana svo mikið“ – „Hann lét mér líða eins og ég væri frjáls“.

Lady Gaga ákvað að kveða niður þessar sögusagnir á Twitter-síðu sinni.

„Sögusagnir um að ég sé ólétt? Já, ég er ólétt með #LG6,“ skrifar Lafðin og vísar þar í næstu plötu sína, þá sjöttu í röðinni. Aðdáendur tóku vægast sagt mjög vel í þetta tíst og bíða nú í ofvæni eftir plötunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.