fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Bleikt

Britney Spears má hvorki gifta sig né eignast börn nema pabbi leyfi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 17:30

Britney treystir á pabba.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears má hvorki gifta sig né eignast börn nema faðir hennar, Jamie Spears, gefi leyfi. Ástæðan fyrir þessu er að Jamie hefur verið fjárhaldsmaður dóttur sinnar síðan árið 2008 og stjórnar því nákvæmlega hvernig hún hagar lífi sínu, allt frá því hve mikinn pening hún fær á hverjum mánuði til hvar hún megi búa og með hverjum.

Feðginin.

Jamie er 66 ára og jafnar sig nú eftir að ristill hans sprakk og hann eyddi tæplega mánuði á sjúkrahúsi. Nú er hann heima við og jafnar sig eftir átökin.

Britney hefur verið í sambandi með fyrirsætunni og leikaranum Sam Asghari um árabil en þarf að bera allar breytingar í sambandinu undir föður sinn samkvæmt frétt Us Weekly.

„Britney getur ekki gift sig nema Jamie samþykki,“ segir heimildarmaður blaðsins og heldur áfram: „og Jamie er ekki líklegur til að veita samþykki þar sem það myndi eingöngu skapa flókin lögfræðivandamál.“

Britney á tvo syni; Preston, þrettán ára og Jayden, tólf ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline. Samkvæmt Us Weekly langar Britney í annað barn en „þarf að fá samþykki pabba fyrir því líka.“

Sam og Britney.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.