fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Bleikt

Tók upp fimm ára baráttu við ófrjósemi: „Ég grét úr mér augun þegar ég setti þetta saman – Aldrei gefast upp“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 8. mars 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem barðist við ófrjósemi í fimm ár hóf að taka upp myndbönd af sjálfri sér í miðju ferli fyrir sjálfa sig til þess að eiga. Barðist hún ásamt eiginmanni sínum í fimm ár að verða ófrísk og eftir að hafa fengið læknisaðstoð tókst það loks.

Eignuðust Kayleigh Evans og eiginmaður hennar Lee son sinn í desember á síðasta ári og fyrir stuttu rakst Evans á myndböndin sem hún hafði tekið upp.

Ákvað hún að setja saman myndskeiðin og birta á samfélagsmiðli sínum með það í huga að vekja von hjá öðrum konum sem mögulega eru að ganga í gegnum það sama og hún.

„Mér leið eins og ég hafði engan. Ég á yndislega fjölskyldu og vini en samt leið mér svoleiðis. Ég var einmana og leið eins og ég væri ekki raunveruleg kona. Þetta var hræðilegt. Ég tók óléttupróf í hverri viku. Þetta var svo erfitt, það braut hjarta mitt. Ég grét í hvert einasta skipti sem það var neikvætt og þetta varð aldrei auðveldara. Ég tók myndböndin upp fyrir sjálfa mig því mér leið eins og ég væri að tala við einhver. Eiginmaður minn vissi ekki einu sinni af því að ég væri að taka þau upp,“ segir Evans og Metro greinir frá.

Hafði gleymt myndböndunum

Í myndbandinu má sjá Evans gráta úr sér augun og missa vonleysið nokkrum sinnum vegna ófrjóseminnar en í lok þess má sjá þegar hún tilkynnir móður sinni um óléttuna og kynnir svo son sinn.

„Bara það að tala við einhvern, jafnvel þó það væri bara ég sjálf, hjálpaði mér smá. Ef ég átti erfiðan dag þá tók ég upp myndband. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég búin að gleyma myndböndunum þar til um daginn. Ég var að fara í gegnum símann minn og rakst á þau. Ég hef gengið í gegnum svo mikið og ég vil ekki að fólk gefi upp vonina um að verða barnshafandi.“

Evans og eiginmaður hennar hafa verið saman frá því að þau voru fjórtán ára gömul en í dag eru þau 27 og 28 ára gömul. Þegar þau höfðu reynt að eignast barn í eitt ár leituðu þau ráða hjá lækni en enginn gat fundið ástæðuna fyrir ófrjósemi þeirra.

„Fyrst þegar við byrjuðum að reyna og komumst að því að þetta gekk ekki þá var þetta allt í lagi. Ég var auðvitað í uppnámi en það var ekki sambærilegt þeim tilfinningum sem ég gekk í gegnum eftir að hafa reynt í tvö eða þrjú ár. Ég tók þúsundir óléttuprófa og það er erfitt að útskýra verkinn í hjartanu þegar það er neikvætt. Það rústar sál þinni. Fólk er alltaf að spyrja mann hvort maður eigi börn og manni langar ekki alltaf að fara í gegnum alla söguna með fólki. Stundum laug ég og sagði að ég væri að fara í frí og þess vegna værum við ekki að reyna. Þegar fólk segir svo við mann að „þú sért að reyna of mikið“ þá er það hræðilegt. Það er það versta sem þú getur heyrt í þessari stöðu, það versta sem þú getur sagt við manneskju í þessu ferli.“

Eiginmaðurinn kom að henni grátandi að setja myndbandið saman

Tyler sonur þeirra hjóna fæddist heilbrigður og hamingjusamur á jóladagsmorgun árið 2018 og deilir hann sama afmælisdegi og pabbi sinn. Lee eiginmaður Evans vissi ekki af myndböndunum fyrr en hann kom að henni grátandi að setja þau saman.

„Það var erfitt að horfa á þetta en samt gott á sama tíma. Það er auðvelt að gleyma því hversu erfitt eitthvað var og þegar ég horfði á myndböndin þá komu allar tilfinningarnar aftur til baka. Ég mun aldrei gleyma því sem við gengum í gegnum, en maður setur það til hliðar af því að við fengum það sem við vildum í lokinn,“ sagði Lee.

„Ég hef fengið mikið af skilaboðum frá konum sem eru að ganga í gegnum það sama og ég. Þær segja að myndbandið hafi gefið þeim von. Þú mátt aldrei gefast upp. Ég var á barmi þess að gefast upp, ég hélt að ég gæti ekki gengið í gegnum meira en þá var ég skyndilega ólétt. Ég grét úr mér augun þegar ég setti þetta myndband saman. Að berjast við ófrjósemi er tekur andlega og líkamlega á. Hver einasti dagur er barátta. Þetta voru erfið nokkur ár en útkoman er yndisleg. Ég vona að fólk finni von þegar það horfir á myndbandið og nú skilur líka fólkið í kringum mig af hverju ég passaði mig svona mikið þegar ég var ólétt. Aldrei gefast upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.