fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Bleikt

Elsa á áhugavert áhugamál: „Þetta byrjaði allt þegar ég var sextán“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 12:30

Elsa tekur sjálfa sig ekki of alvarlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst þetta rosalega gaman og elska að fá senda myndir eða snöpp frá fólki sem er að horfa, eða þegar að fólk stoppar mig einhvers staðar og segist vera að horfa og bíða eftir næsta þætti,“ segir Elsa Alexandra Serrenho.

Elsa er 33ja ára og trúlofuð Daða Frey Guðmundssyni. Hún á tvær dætur, eina tveggja ára og aðra tæplega sex ára, og er í mastersnámi í grunnskólakennarafræðum. Elsa er einnig gallharður aðdáandi raunveruleikaþáttarins Bachelor og hefur vakið mikla athygli á YouTube fyrir myndbönd þar sem hún fer yfir allt sem gerist í þáttunum. Þættir Elsu heita Rósartal, með vísan í hina eftirsóttu rós sem piparsveinninn veitir þeim konum sem honum líst vel á.

Elsa ásamt unnustanum og dætrunum.

Elskar allt sem tengist Bachelor

„Ég hef alltaf mikið að segja og það á ekki síst við um Bachelor. Ég hef í gegnum árin bloggað aðeins um Bachelor en svo ákvað ég að taka þetta skrefinu lengra. Ég fékk þessa hugmynd í janúar árið 2018 og ákvað bara að slá til. Ég tek mig ekki of alvarlega og hugsaði bara: Hvað er það versta sem gæti gerst? Kannski horfa þrjár manneskjur á þetta og þetta misheppnast algjörlega,“ segir Elsa og hlær. „Svo tók fólk svo vel í þetta og alltaf nokkur hundruð manns að horfa. Ég fékk svo frábær viðbrögð að ég ákvað að halda áfram.“

Elsa býr til myndböndin fyrst og fremst af því að henni finnst þetta gaman. Hún er ekki aðeins hrifin af þáttunum um piparsveininn heldur flestum raunveruleikaþáttum sem einkennast af keppni.

„Eins og Bachelor, Bachelorette og svo spinoff-þættirnir Bachelor Pad, Bachelor in Paradise og Bachelor Winter Games. Þeir eru í algjöru uppáhaldi. Ég er líka harður Survivor-aðdáandi og hef mjög gaman af Dancing with the Stars og Amazing Race líka. Ég er minna fyrir raunveruleikaþætti þar sem er bara verið að sýna frá daglegu lífi fólks.“

Bachelor þættirnir hafa allt

Elsa tekur einnig virkan þátt í umræðum um sína eftirlætisþætti á Facebook, og er til að mynda í hópnum Bachelor Beibs sem telur rúmlega sex þúsund meðlimi, og Survivor-hóp. Hún segist hafa fallið fyrir Bachelor strax.

Elsa vekur athygli á YouTube.

„Þetta byrjaði allt þegar ég var sextán ára. Þá var fyrsta serían sýnd og þá var þetta eitthvað alveg nýtt efni í sjónvarpi og greip mig alveg strax. Svo hafa þættirnir breyst í gegnum árin og verða bara betri og betri að mínu mati. Seríurnar eru auðvitað misjafnar og fer mikið eftir þátttakendum hvort þær heppnast vel eða ekki. En fyrir mér hafa Bachelor þættirnir allt. Spennu, ást og drama og maður kynnist þátttakendunum og fer að halda með einhverjum sérstökum. Svo er ég að fylgjast með mjög mörgum fyrrverandi Bachelor/ette þátttakendum á Instagram og það er svo gaman að sjá þau gifta sig og eignast fjölskyldur. Já, ég er mjög áhugasöm um þetta lið,“ segir hún og brosir.

Fyrsta skipti sem hreinn sveinn er piparsveinninn

Nú stendur yfir 23. serían af Bachelor, en fyrsti þáttur var frumsýndur í janúar á þessu ári. Piparsveinninn að þessu sinni heitir Colton Underwood og er Elsa afar sátt við hann.

„Nýja serían er bara mjög góð, Colton stendur sig vel og það er margt í gangi. Það voru einhverjir óánægðir með síðustu Bachelor seríu af því að það urðu margir fyrir vonbrigðum með Arie sem var þá Bachelor. En nýja serían er mjög skemmtileg og spennandi. Það kom mér kannski á óvart að það eru nú þegar tvær stelpur sem hafa hætt sjálfar, en það er ekki mjög algengt. Svo er hann auðvitað alveg óreyndur kallinn og það er í fyrsta skipti sem hreinn sveinn er Bachelor,“ segir Elsa. Hún er þó langt frá því að vera hrifin af öllum piparsveinaseríunum.

Colton stendur sig vel að mati Elsu.

„Þegar 9. til 10. sería var í gangi missti ég næstum því áhugann. Mér fannst ítalski prinsinn Lorenzo sem var í 9. seríu alveg drepleiðinlegur og horfði með öðru auganu á seríu 10. Svo kom Brad Womack í seríu 11 og þá fannst mér koma meiri kraftur í þættina. Sú sería endaði líka óvænt þegar að hann valdi hvoruga og þá kom mikið umtal. Síðan kom 13. serían og þá varð enn meira drama þegar að Jason Mesnick valdi Melissa Rycroft og skipti svo um skoðun og valdi Molly sem var í „2. Sæti“. Þá kom áhuginn alveg til baka,“ segir Elsa og er ánægð með hvernig þættirnir hafa þróast í gegnum tíðina.

„Ég fíla alla „spinoff“-þættina eins og Bachelor Pad og Bachelor in Paradise. Þeir eru með aðeins öðruvísi konsept og gera þetta enn skemmtilegra. Þættirnir í dag eru allt öðruvísi en í fyrstu seríunum. Þeir hafa þróast í gegnum árin og ég vona að það haldi áfram mjög lengi.“

Klæddi sig upp sem keppandi á öskudaginn

En á Elsa einhver uppáhalds atvik úr þáttunum?

„Ég á mér mörg uppáhalds móment úr þáttunum. Man alltaf sérstaklega vel eftir þessum vandræðalegu mómentum, eins og þegar Jillan datt á teppi í rósaafhendingu hjá Chris Soules eða þegar vitlaus stelpa steig fram sem var ekki kölluð. Svo þegar Casey í seríunni hennar Ali Fedetowsky fékk sér tattú og söng til hennar alveg skelfilega illa. Síðan auðvitað þessi dramatísku móment, eins og þegar Jason Mesnick skipti um skoðun og aftur þegar Arie gerði það og dömpaði Becca og valdi Lauren í staðin. Ég er líka alltaf sökker fyrir fallegum bónorðum og það er sko nóg af þeim í þáttunum.“

Chris Harrison er kynnir þáttanna.

Hvað með uppáhalds par?

„Uppáhalds parið mitt úr Bachelor er Sean Lowe og Catherine og úr Bachelorette er það Ashley og JP. Úr Bachelor in Paradise eru Jade og Tanner í uppáhaldi.“

Það stendur heldur ekki á svörunum þegar að Elsa er spurð hvern hún myndi vilja hitta úr þáttunum.

„Ef ég mætti hitta eina manneskju úr þáttunum væri ég náttúrulega svaðalega til í að hitta meistara Chris Harrison,“ segir hún og hlær, en Chris er kynnir í Bachelor, Bachelorette og ýmsum tengdum þáttum. „En svo elska ég Alexis „Dolphin Shark“ Waters úr seríunni hans Nick og klæddi mig meira að segja upp sem hún á öskudaginn 2017. Mér finnst hún bara svo rosalega skemmtileg. Hún mætti í hákarlabúningi sem hún sagði að væri höfrungabúningur og var bara svo ótrúlega fyndin týpa. Ég var mjög ósátt þegar hún fór heim.“

Elsa í búningnum góða.

Elsa horfir stundum ein á raunveruleikaþættina en stundum með vinkonum sínum. Örsjaldan fæst unnustinn til að horfa líka, þó áhugi hans sé takmarkaður. Almennt finnst fólkinu í kringum hana þessi áhugi skemmtilegur.

„Fólkinu í kringum mig finnst þetta fyndið en þeir sem horfa á þættina finnst þetta mjög skemmtilegt og hafa gaman af því að spjalla við mig um Bachelor. En auðvitað er alveg líka hlegið að þessu. Þetta er bara áhugamál eins og margt annað,“ segir Elsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Leikkona birtir umdeilda mynd af sér með andlitsgrímu

Leikkona birtir umdeilda mynd af sér með andlitsgrímu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna svarar fyrir „stranga megrun“ sonar síns

Raunveruleikastjarna svarar fyrir „stranga megrun“ sonar síns
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Halldóra hugsaði „af hverju ég“ í sex ár – Nú grætur hún af þakklæti

Halldóra hugsaði „af hverju ég“ í sex ár – Nú grætur hún af þakklæti
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Innlit í níu glæsihýsi að andvirði 81 milljarða

Innlit í níu glæsihýsi að andvirði 81 milljarða
Bleikt
Fyrir 1 viku

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ryan Seacrest neitar að hafa fengið slag í beinni útsendingu American Idol

Ryan Seacrest neitar að hafa fengið slag í beinni útsendingu American Idol
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.