fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Bleikt

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 12:49

Ásdís Rán orðin löggiltur einkaþjálfari. Mynd: Brynja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan, þyrluflugmaðurinn og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í Harmageddon á X-inu í morgun til að ræða allt milli himins og jarðar, þá helst rómantík þar sem Valentínusardagurinn er á morgun.

„Konur elska blóm og náttúrulega demanta og skartgripi og ýmislegt,“ sagði Ásdís Rán. „Það er alltaf jafn viðeigandi. Ég verð að segja það.“

Viðhorf Ásdísar Ránar til kynjahlutverka hafa vakið gríðarlega athygli, þá sérstaklega eftir að viðtal við hana í DV birtist seint á síðasta ári þar sem hún sagði að jafnréttisbaráttan hefði gert íslenska karlmenn að kerlingum. Ásdís Rán sagði í viðtalinu við Harmageddon að konur vildu blóm og gaf lítið fyrir þær útskýringar þáttarstjórnandanna Frosta og Mána að ný kynslóð kvenna væri komin upp sem vildi hugsanlega frekar bækur en skart og rósir.

„Ég held að það sé bara bull. Ég tek ekki þátt í svoleiðis. Þessir nýju kvenskörungar, eruð þið að tala um það? Nei, ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hvað sem það er,“ sagði Ásdís Rán. Þá ítrekaði hún þá skoðun sína að karlmenn eigi að vera karlmannlegir.

„Mér finnst karlmennska heillandi. Ég styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vil bara hafa karlinn karlmannlegan og ég vil bera virðingu fyrir honum. Þessi gömlu gildi að karlinn sé svolítill bossi. Mér finnst það sexí. Mér finnst ekki sexí að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina,“ sagði hún og hélt áfram.

„Mér finnst mikilvægt að karlmenn fái að halda í þessa karlmennsku. Mér finnst þeir vera að deyja út sem kynslóð. Þetta er orðið allt lekið saman. Karlarnir einhvern veginn, það er enginn tilgangur fyrir þá lengur. Þetta er rosa mikið á Íslandi. Þetta er ekki svona erlendis.“

Viðtalið við Ásdísi Rán í heild sinni má hlusta á hér að neðan, en það byrjar í kringum 44. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.