fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Hvers vegna er svona erfitt að halda sig bara við eitt húsverk í einu ?

Vynir.is
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég er að taka til og þrífa heima hjá mér verður það til þess að ég er yfirleitt út um allt.

Ég ætla mér alltaf að vera skipulögð og klára hvert herbergi/rými fyrir sig, en það tekst sjaldan.

Ég byrja yfirleitt innst í íbúðinni þar sem eru tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Eða ég ætla mér að minnsta kosti að halda mig við það skipulag.

Það munu sennilega nokkrir kannast við það sem ég ætla að skrifa um. En segjum sem svo að ég byrji á baðherberginu að þrífa, þar er yfirleitt eitthvað dót eftir Amelíu. Til þess að halda áfram verð ég nú auðvitað að labba í herbergið hennar og skila dótinu. Þá tek ég eftir því að það er allt út um allt þar og án þess að taka eftir því er ég farin að taka til inni hjá henni.

Ahh, ég fann ofnhanskana inni hjá henni sem ég hafði gefið henni leyfi fyrir að leika sér með. Fer með þá inn í eldhús og átta mig á að ég gleymdi að taka úr uppþvottavélinni… Ég þarf sennilega ekki að halda áfram með alla söguna. En þegar ég lauk við að taka úr uppþvottavélinni sá ég að það hafði sullast vatn á gólfið, svo ég þurrka það upp. Þá tók ég eftir hvað eldhúsinnréttingin væri nú skítug… svo auðvitað þurfti ég að þurrka af henni ef ég myndi gleyma því á eftir.

Svo geng ég frá tuskunum sem ég notaði í óhreinatauið inn í þvottahúsi, sem er við hliðina á baðherberginu.. og man þá hvað ég var að gera í upphafi.

Í stuttu máli enda ég yfirleitt á því að eiga nokkur „hálf hrein“ rými því að ég gleymi mér við það sem ég er að gera. Svo ég tók á það ráð að nýta alltaf tímann t.d. á meðan Amelía væri í baði til þess að þrífa baðherbergið. Ég fer hvort sem er ekkert frá henni á meðan hún er í baði og þá get ég a.m.k. klárað það alveg.

Ég passa mig alltaf á að setja í uppþvottavélina jafnóðum á meðan ég er að elda og tek úr vélinni áður en ég fer að sofa. Svo ég byrji daginn með tóma uppþvottavél og ekkert safnast fyrir í vaskinum. Ég fæ Amelíu með mér í að ganga frá í herberginu sínu á kvöldin áður en hún fer að sofa. Með því eru færri „truflanir“ þegar ég fer síðan að þrífa. Auka þrif eins og þrif á eldhúsinnréttingu, baðinnréttingu o.fl. er ég með skrifað niður á ákveðnar dagsetningar svo ég muni eftir því.

Hef heyrt af fleirum sem að eru svona þegar að þeir þrífa, og ég veit ekki hvers vegna það er svona erfitt að halda sig bara við eitt verk í einu. En það er aldrei betri tími til þess að taka skápa og annað í gegn þegar maður er upptekinn við annað.

Kannski er þetta ákveðin tegund af frestun?

Færslan er skrifuð af Katrínu Helgu og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.