fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Bleikt

Bryndís missti hárið vegna kvíða: „Andleg veikindi eru svo miklu erfiðari en líkamleg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Steinunn hefur barist við þunglyndi og kvíða í mörg ár. Reglulega kemur sá tímapunktur í lífi hennar þar sem hún viðurkennir fyrir sjálfri sér að hún geti ekki gert allt sjálf og kallar hún þá til vina og fjölskyldu eftir aðstoð.

„Ég segi þeim að ég sé alveg búin, orðin svo þunglynd og kvíðin að það er orðið hættulegt. Ekki samt í þeim skilningi að ég sé að fara að skaða mig á einhvern hátt heldur er ég algjörlega sinnulaus. Hef ekki ánægju af hlutunum, græt stanslaust og geri ekki neitt, ekki einu sinni það sem mér finnst skemmilegt,“ segir Bryndís í einlægri færslu sinni á síðunni Amare.

Greind með alvarlega geðlægð og kvíða

Í færslunni opnar Bryndís sig um þá erfiðu reynslu sem hún hefur gengið í gegnum vegna veikinda sinna en í desember árið 2017 fór hár hennar að þynnast svo hratt að fljótlega var hún komin með skallabletti. Þegar Bryndís er hvað verst segir hún sína helstu fíkn blossa upp. Matar- og verslunarfíkn.

„Það er eins og það verði að vera eitthvað upp í mér stanslaust og í raun skiptir engu máli hvað það er. Við þetta eykst kvíðinn og vonleysið þar sem það hefur slæm áhrif á heilsuna að éta stanslaust, fitna og hækka blóðsykurinn. Stundum er ég búin að vera dugleg í mataræðinu og vill þá ekki fara í það að borða tilfinningar mínar en þá fer ég í aðra fíkn sem ég hef en það er að versla eins og enginn sé morgundagurinn. Að versla gefur mér stundargleði (alveg eins og þegar ég er að borða, skyndisæla) sem endar svo í því að ég fæ kvíðakast um það hvernig ég eigi að borga brúsann.“

Bryndís reynir alltaf að sjá björtu hliðarnar á öllu sem hún segir þó erfitt. Hún er greind með alvarlega geðlægð og kvíða en ásamt því er hún einnig að glíma við annan vanda sem hún segir kremja og mölbrjóta á sér hjartað.

„Sonur minn sem ég er svo heppin að eiga á nefnilega við sín vandamál að stríða líka. Hann er svo fallegur og duglegur, góður og hjálpsamur, hefur mikla samkennd og elskar mömmu sína svo mikið. Það er ekkert í þessum heimi sem ég elska meira en þessa manneskju og ég myndi hiklaust deyja fyrir hann með gleði. En litla fullkomna mannveran mín glímir við ýmislegt. Fyrir utan það að vera kominn á unglingsaldurinn þá er hann líka greindur með ADHD, ódæmigerða einhverfu, Aspergers heilkenni, þunglyndi, kvíða, mótþróaþrjóskuröskun, lesblindur með námserfiðleika og þráhyggju á háu stigi. Þegar hann tekur út reiðiköstin sín þá verður hann ofbeldisfullur, brýtur hluti, ræðst á mig og er alveg trylltur, í raun eins og allt önnur persóna. Þegar hann róast tekur ekkert betra við því þá fer hann í niðurrif og skammast sín fyrir það sem hann gerði eða sagði í reiðiköstunum. Hann rakkar sjálfan sig niður, talar um að skaða sig, að lífið yrði betra án hans og hvað hann sé vond manneskja. Já hann hefur reynt að skaða sjálfan sig en ekki tekist að gera nógu mikið til að bugl taki því alvarlega eða réttara sagt þá getur bugl ekkert gert þar sem það vantar fjármagn til að aðstoða þessi börn og þeir sem eru í alvarlegustu málunum verða að ganga fyrir, skiljanlega.“

Missti hárið vegna kvíða

Erfiðleikar mæðginanna gera það að verkum að Bryndís upplifir þau ganga í hringi. Sonur hennar eigi erfitt með það að mæta í skólann og kvíðinn hennar aukist vegna vandamálanna.

„Við þetta kemur svo upp samviskubit því hvers konar mamma er ég. Þetta eykur á kvíðann og þunglyndið og við erum kominn í hring með þetta allt. Í fyrra (well Desember 2017) var ástandið orðið svo erfitt að ég fór að missa hárið og ofan á allt fékk ég rosalegar áhyggjur af því að ég væri að missa hárið.“

Segir Bryndís hárlosið hafa tekið virkilega mikið á andlegu hlið hennar og að hún sé með sjúklega útlitskomplexa.

„Ég hef að vísu alltaf verið með fíngert hár en núna var það orðið þunnt og ég komin með skallabletti sem erfitt var að fela og þegar ég þvoði hárið þá kom ógrynni af hári í lófann á mér. Að verða lokuð inn á geðdeild var farið að hljóma svooooooooo lokkandi í mínum eyrum. Bara að komast úr aðstæðum og þurfa ekki að gera neitt. Ég var orðin svo þreytt og þjökuð og ég í alvöru nennti þessu ekki, langaði ekki, vildi ekki.“

Baráttan fyrir aðstoð löng og erfið

Þegar erfiðleikarnir eru orðnir hvað verstir segir Bryndís að hún sé dugleg að rakka sjálfa sig niður. Þá telji hún sér trú um að hún sé löt og ómöguleg ásamt því að bera sig saman við aðrar mæður. Hún átti sig þó á því að þennan hugsunarhátt verði hún að losa sig við fyrir son sinn, enda sé hún besta mamman fyrir hann. Bryndís hefur því leitað sér hjálpar og fengið góða aðstoð frá fagaðilum sem hjálpa bæði henni sjálfri sem og syni hennar. Baráttan fyrir aðstoðinni var þó erfið en Bryndís var á biðlista hjá geðlækni frá árinu 2011.

„ Á stofunni (Sól) er starfandi skólaráðgjafi sem hefur verið að mæta með mér á fundi og hún dílar alveg við skólann og setja upp nýtt plan sem hentar syni mínum. Það er dásamlegt að þurfa ekki að sitja fundi og vita ekki hvað maður á að segja, brotinn og finnst maður ekki geta gert neitt rétt. Ég get ekki lýst fyrir ykkur hvað margt hefur gerst eftir að hún fór í málið. Við fundum einu sinni í mánuði og er sonur minn kominn með stuðningsfulltrúa, hann er hættur í bekknum sínum en er alltaf í sérstofu sem kölluð er námsver og hann mætir frá 10-14.30 í skólann. Einnig er hann með undanþágu í dönsku (og þarf ekki að læra hana) og við erum komin með morgunhana (kona sem kemur og hjálpar mér að koma honum í skólann. Núna er bara eitt að gera og það er að komast upp aftur og finna sólina í hjartanu og vera með söng á vörum og já þegar maður hefur náð botninum þá er bara eitt í boði.“

Andleg veikindi erfiðari en þau líkamlegu

Segist Bryndís upplifa andlegu veikindi sín líkt og hún sé ávallt dauðadrukkinn. Hinir einföldustu hlutir, eins og að klæða sig á morgnanna geti verið þrautinni þyngri.

Myndin varr tekin í sumar þegar hár Byndísar krullaðist mikið eftir að hún stóð bak við Seljalandsfoss

„Andleg veikindi eru svo miklu erfiðari en líkamleg en ég hef í gegnum tíðina verið að glíma við bæði. Skilningur og úrræði eru svo miklu meiri og betri þegar um líkamleg vandamál er verið að ræða. Þú missir alla stjórn og ert eins og lamaður.“

Bryndís ákvað að raka af sér allt hárið í lok árs 2017 og tók það mikið á hana fyrst.

„Þetta var sjúklega erfitt og ég hágrenjaði í sirka 5 mín en fattaði svo að ég gæti þetta alveg, ég er bæði Sazzy og Foxy. Flest allir héldu að ég hefði fengið krabbamein og fékk ég mikla samúð en þegar ég sagði að ég hefði misst það út af kvíða og álagi varð fólk hugsi og muldraði með sjálfum sér: ,,Ahhh er það líka hægt” og samúðin hrapaði úr 180% niður í svona 5%“

Síðan mæðginin fengu þá aðstoð sem þau þurftu á að halda segir Bryndís allt vera á uppleið.

„Lífið er of stutt til að loka sig inni og reyna að burðast með áhyggjur heimsins á bakinu, það er ekki þess virði. Munið líka að á bak við brosið gæti leynst ofsaleg særindi og erfiðleikar. Hrósið fólkinu í kringum ykkur og verið dugleg að knúsa og framar öllu verið sein að dæma.“

Færslu Bryndísar má lesa í heild sinni á heimasíðu Amare.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.