fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Afbrýðisemi heltók líf Katrínar – Tók málin í sínar hendur

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ósk Jóhannsdóttir barnabókahöfundur og bloggari ákvað að deila reynslu sinni af erfiðum aðstæðum sem hún kom sér í vegna afbrýðisemi. Breytingar í lífi Katrínar og mannsins hennar höfðu þau áhrif að afbrýðisemi sem ekki átti sér stoð í raunveruleikanum heltók líf hennar og upplifði hún mikla vanlíðan og óöryggi.

Katrín Ósk/ Barnabókahöfundur og bloggari

Ákvað Katrín að deila reynslu sinni þrátt fyrir að skammast sín mikið fyrir hegðun sína vegna þess hversu mikilvægt umræðuefni hún telur þetta vera.

„Mér þykir þetta ótrúlega mikilvægt umræðuefni því að ég veit að ég er ekki ein um þessa upplifun. Fyrir ekki svo löngu, og svo (því miður) aftur núna í vikunni, óx á mig þetta svokallaða „græna skrímsli“ sem kallað er afbrýðissemi. Ég skammast mín virkilega fyrir þá hegðun sem ég sýndi maka mínum á meðan þetta gerpi tók sér bólfestu í mér. Yndislega, trausta og heiðarlega maka mínum,“ segir Katrín í færslu sinni á síðunni Amare.is

Blindaðist af afbrýðisemi

Maður Katrínar hóf nám í haust og fylltist Katrín miklu stolti.

„Ég hlakkaði svo til þess að vera í hlutverki stuðningsríka makans, sem gerði allt til að hvetja hann áfram, stappa í hann stálinu og sjá um börn og heimili á meðan hann myndi grafa sig í bækurnar. Ég hélt ég yrði besta kona heims í þessu hlutverki, enda mjög dyggur stuðningsmaður minna nánustu í öllum þeirra verkefnum. En svo kom snögg bára í lygna hafið okkar. Og í stað þess að taka upp árar og hagræða bátnum, velti ég honum og stakkst á bólakaf.“

Segir Katrín nám mannsins hennar byggjast nær eingöngu á hópaverkefnum þar sem hann sé í fjarnámi.

„Einskær tilviljun og heppni réði því að maðurinn minn fann hóp þar sem allir bjuggu í nálægu umhverfi og gátu því hist og unnið saman, í stað þess að rembast í hópsamtölum á netinu, sem við vitum öll að geta fljótt breyst í kássu af stöfum og erfitt að fylgja þræðinum. Fallegi, heillandi maðurinn minn og þrjár skvísur. Þið sjáið hvert þetta stefnir, er það ekki? Ég hefði vel getað haldið mínu striki sem klappstýra, einblínt á það sem við eigum saman, hvað við höfum gengið í gegnum saman og hvert við erum að fara með lífið saman. En ég blindaðist. Óöryggið greip mig heljartökum og sama hversu mikið ég reyndi að berjast um og kæfa það niður með rökhugsun þá gekk ekkert. Aldrei hef ég gengið í gegnum eins viðbjóðslegan graut tilfinninga og myndi ég ekki óska mínum versta óvini þessar kenndir. Óörugg, hrædd, sár, reið, pirruð, efins.
Eftir að hafa vaðið þennan ólgusjó af tilfinningum og leyft sambandinu að verða fyrir barðinu á háum öldum þeirra, ákvað ég loks að taka málin í mínar hendur.“

Setti fram ákveðnar grunnreglur

Katrín ákvað að hafa samband við eina stúlkuna í hópnum og útskýrði fyrir henni hvaða tilfinningar hún var að upplifa.

„Ég setti fram ákveðnar „grunnreglur“ sem mér þætti vænt um að yrðu virtar og myndu hjálpa mér að komast í gegnum þetta. Ég var mjög stolt af mér. Að sjálfsögðu er þessi kona besta skinn, sýndi mér mikinn skilning og tók mér opnum örmum. Mér létti svo. Og allt féll í sitt gamla form. Engin ógn um aðra konu. En þá fann ég bara nýja geðveiki. Næsta kona í hópnum.“

Segist Katrín ekki hafa haft áhyggjur af því að maður hennar hafi verið að halda fram hjá sér en var hún farinn að hræðast stöðugildi sitt sem besta vinkona makans.

„Mér fannst önnur kona vera að koma í minn stað þar. Allt er nú hægt að ofhugsa. Þurfum ekkert að ræða það frekar, annað en að það er að sjálfsögðu ekkert til í þessu og ég verð bara að leggja mitt traust á það. Og nota tímann í að vera hans besta vinkona og klappstýra í stað þess að nota tímann í að rífast, grenja og hræðast. Annars gæti ég líklega bara gefið hann áfram, því enginn nennir að búa við slíkt til lengri tíma.“

Vill ekki vera þessi manneskja

Katrín ákvað að lesa sig til um af hverju hún væri að ganga í gegnum þessar tilfinningar þar sem hún skildi ekki hvers vegna henni leið svona.

„Ég vildi skilja af hverju þetta gerðist hjá mér. Ég vil ekki vera þessi manneskja og ég vil sjá til þess að þetta komi ekki upp aftur. Afbrýðissemi er nefnilega dauðadómur fyrir sambönd. Og ég elska sambandið mitt of mikið til þess að leggja það á höggstokkinn.“

Katrín komst að því að afbrýðisemi sé svar við ákveðinni ógn, raunverulegri eða ímyndaðri, gagnvart gildisríku sambandi og gæðum þess. Einnig komst hún að því að afbrýðisemi sé mjög algeng og mismikil á milli fólks.

„Vottur af afbrýðissemi getur verið holl fyrir sambandið – hvatt okkur til að meta maka okkar betur og leyfa makanum að finna fyrir því hversu mikilvægur hann er okkur. Ákveðið spark í rassinn. En of mikil afbrýðissemi, eins og ég var farin að upplifa, getur gert út af við samband, og mun gera það ef hún leikur lausum hala of lengi. Að vera reiður, hræddur, sár, pirraður, áhyggjufullur, efast um sjálfan sig og samband sitt og sjálfsvorkunn eru einkenni afbrýðisemi. Afbrýðissemi mölbrýtur sjálfsöryggi manns og það er erfitt að ræða þetta við aðra, því þú skammast þín fyrir þessar tilfinningar.“

Skortur og sjálfsöryggi og stjórnsemi meðal ástæðna afbrýðisemi

Segir Katrín ástæðuna fyrir því að fólk verði afbrýðisamt vera vegna þess að það geri óraunhæfar væntingar um samband sitt til maka. Fólk telji sig hafa eignarhald á maka sínum og að það eigi ekki að þurfa að deila honum. Einnig segir Katrín að skortur á sjálfsöryggi, stjórnsemi, gömul sár og ótti við að missa manneskjuna séu líka ástæður.

„Það sem mestu máli skiptir .. Hvernig tekstu á við afbrýðissemi? Viðurkenndu vandann fyrir sjálfum þér og skaðann sem hann er að valda. Ræddu tilfinningar þínar við makann. Ekki njósna um makann; sýndu traust og virtu trúnað. Ákveddu að breyta hegðun þinni og læra af henni. Mundu að þú stjórnar ekki maka þínum né átt hann, og getur því ekki stjórnað samskiptum hans við aðra. Ákveðið í sameiningu ákveðnar grunnreglur sem henta ykkur báðum.“

Segir Katrín að lokum að sem betur fer sé hún í sterku sambandi sem lifa muni af alla þá fellibyli sem þau eiga eftir að koma til með að ramba inn í en að þetta sé án efa eitt það versta sem hún hafi gengið í gegnum þegar kemur að hjarta hennar og tilfinningum.

„Ég vona að þessi langi lestur hjálpi öðrum í sömu sporum að komast á beinu brautina aftur svo að fallegt, heilbrigt samband fari ekki til spillist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum