fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Bleikt

Ástin dó árið 2018: Stjörnurnar sem hættu saman á árinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 18:00

Ekki gott ár fyrir ástina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lok árs nálgast óðfluga og þá er venja að líta yfir farinn veg. Þó margt gott hafi gerst á árinu var eitthvað um það að ástin dvínaði í stjörnuheimum. Stundum liggja leiðir fólks ekki lengur saman og slokknar í ástarbálinu. Hér eru nokkuð dæmi um það.

Grace og Robert.

Robert De Niro og Grace Hightower

Leikarahjónin voru gift í rúmlega tuttugu ár en í nóvember síðastliðnum voru þau komin á endastöð. Robert og Grace kynntust árið 1987 þegar leikkonan vann á veitingastaðnum Mr. Chow í London. Þau gengu í það heilaga árið 1997 og eiga tvö börn saman, þau Elliot og Helen. Robert og Grace hættu saman árið 1999 en náðu síðan sáttum og endurnýjuðu heitin árið 2010.

Paris og Chris.

Paris Hilton og Chris Zylka

Um miðjan nóvember fréttist það að hótelerfinginn Paris Hilton og leikarinn og fyrirsætan Chris Zylka væru búin að slíta trúlofun sinni. Þau gerðu samband sitt opinbert í febrúar í fyrra og í janúar á þessu ári trúlofuðu þau sig. Nú er ástarsagan hins vegar öll.

Scottie og Larsa.

Larsa og Scottie Pippen

21 árs hjónaband körfuboltastjörnunnar Scottie og raunveruleikastjörnunnar Lörsu fór í vaskinn í byrjun nóvember. Þau eiga fjögur börn saman, þau Scotty Jr., Preston, Justin og Sophia. Ástarloginn var í raun löngu slokknaður því Scottie sótti um skilnað í október árið 2016 en fékk ekki sínu framgengt á þeim tíma.

Sean og Cassie.

Sean „Diddy“ Combs og Cassie

Blaðafulltrúi tónlistarmannsins staðfesti að samband hans við söngkonuna, sem hafði varað í ellefu ár með hléum, væri lokið í október á þessu ári. Þá höfðu þau ekki átt rómantíska stund saman svo mánuðum skipti og Sean hafði sést skemmta sér með fyrirsætunni Jocelyn Chew.

Pete og Ariana.

Ariana Grande og Pete Davidson

Söngkonan og Saturday Night Live-stjarnan slitu trúlofun sinni um miðjan október, en þau trúlofuðu sig í júní eftir nokkrar vikur af tilhugalífi.

Ben og Lindsay.

Ben Affleck og Lindsay Shookus (og Shauna Sexton)

Það fékkst staðfest í ágúst að leikarinn Ben Affleck og framleiðandinn Lindsay Shookus væru hætt saman eftir rúmlega árs samband. Rétt áður en fréttirnar um sambandsslitin voru sagðar sást Ben með Playboy-fyrirsætunni Shauna Sexton sem er 26 árum yngri en hann.

Ben og Shauna.

Þau hættu hins vegar saman í byrjun október eftir tæplega tveggja ára samband. Þess má geta að Ben var enn kvæntur leikkonunni Jennifer Garner á pappírum allan þennan tíma, en hún vildi ekki skilja við hann fyrr en hann færi í áfengismeðferð, sem hann svo gerði fyrir stuttu.

Fred og Kseniya.

Fred Durst og Kseniya Durst

Limp Bizkit-söngvarinn sótti um skilnað við eiginkonu sína til sex ára í september síðastliðnum.

Younes og Kourtney.

Kourtney Kardashian og Younes Bendjima

Raunveruleikastjarnan og fyrirsætan voru búin að vera saman í tæplega tvö ár þegar að ballið var búið. Sambandsslitin voru staðfest í ágúst og í sama mánuði sást Younes, sem er þrettán árum yngri en Kourtney, með annarri konu í Mexíkó.

John og Nikki.

Nikki Bella og John Cena

Þessi tvö voru saman í sex ár en í júlí staðfesti Bella að þau væru endanlega hætt saman eftir að þau slitu trúlofun sinni þremur og hálfum mánuði áður.

Cheryl og Liam.

Liam Payne og Cheryl Cole

Tónlistarmennirnir tveir ákváðu að fara í sitthvora áttina í sumar eftir rúmlega tveggja ára samband. Þau eignuðust soninn Bear í mars í fyrra og báðu fjölmiðla að virða einkalíf hans á meðan á sambandsslitunum stóð.

Emma og Chord.

Emma Watson og Chord Overstreet

Harry Potter-stjarnan Emma Watson og Glee-sjarmörinn Chord Overstreet hættu saman í vor eftir fjögurra mánaða samband.

Reza og Geena.

Geena Davis og Reza Jarrahy

Reza sótti um skilnað við leikkonuna í maí eftir sautján ára hjónaband og þrjú börn.

Kendra og Hank.

Kendra Wilkinson og Hank Baskett

Fyrrverandi Playboy-kanínan Kendra Wilkinson tilkynnti það á Instagram að hún og fyrrverandi NFL-leikmaðurinn Hank Baskett væru hætt saman eftir níu ára hjónaband. Þau eiga saman tvö börn, Hank IV og Alijah, en Kendra og Hank gengu í gegnum þykkt og þunnt saman, til dæmis það fjölmiðlafár sem varð þegar að upp komst að Hank hélt framhjá Kendru árið 2015.

Channing og Jenna.

Channing Tatum og Jenna Dewan Tatum

Þessi hjónaskilnaður kom mörgum í opna skjöldu en leikaraparið tilkynnti þetta í apríl. Channing og Jenna kynntust við tökur á kvikmyndinni Step Up árið 2006 og giftu sig þremur árum síðar. Þau eiga saman eina dóttur, Everly, sem er fjögurra ára.

Josh og Chrissy.

Chrissy Metz og Josh Stancil

This Is Us-stjarnan Chrissy Metz tilkynnti það í lok mars að hún og tökumaðurinn Josh Stancil væru hætt saman. Parið kynntist við tökur á This is Us og eru enn vinir þrátt fyrir að ástarloginn hafi slokknað.

Jamie og Alessandra.

Alessandra Ambrosio og Jamie Mazur

Fyrirsætan og athafnamaðurinn voru búin að vera trúlofuð í áratug þegar þau tilkynntu að þau væru hætt saman í vor. Þau eiga tvö börn saman, Önju, níu ára og Noah, fimm ára.

Vanessa og Donald.

Vanessa og Donald Trump Jr.

Eftir tólf ára hjónaband var komið að leiðarlokum hjá Donald Trump Jr. og Vanessu. Þau gengu í það heilaga heima hjá föður Donalds, sjálfum Bandaríkjaforseta, árið 2005 og eiga fimm börn saman. Hefur því verið haldið fram að brestir í hjónabandinu hafi látið á sér kræla þegar að kosningabarátta föður Donalds hófst.

Christopher og Alicia.

Alicia Silverstone og Christopher Jarecki

Leikkonan Alicia Silverstone og Christopher Jarecki skildu í febrúar eftir tuttugu ára hjónaband. Þau eru enn nánir vinir og ala son sinn upp saman.

Justin og Jennifer.

Jennifer Aniston og Justin Theroux

Skilnaðurinn sem skók heiminn var án efa þegar að Jennifer Aniston og Justin Theroux sögðu frá skilnaði sínum um miðjan febrúar. Þau voru gift í rúmlega tvö ár.

Nas og Nicki.

Nicki Minaj og Nas

Rappararnir knáu hættu saman eftir sjö mánaða samband í byrjun janúar. Þau eru enn góðir vinir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fimm ástæður stöðugrar þreytu

Fimm ástæður stöðugrar þreytu
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Nýfædd dóttir Elvu verður tekin af henni eftir tvo daga: „Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka“

Nýfædd dóttir Elvu verður tekin af henni eftir tvo daga: „Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Kennarar refsuðu henni fyrir að vera með stór brjóst: „Ég var látin sitja eftir fyrir að knúsa bróður minn“

Kennarar refsuðu henni fyrir að vera með stór brjóst: „Ég var látin sitja eftir fyrir að knúsa bróður minn“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexandrea lætur allt flakka: „Ég hélt alltaf að ég væri aumingi“ – Fordómar vegna vefjagigtar

Alexandrea lætur allt flakka: „Ég hélt alltaf að ég væri aumingi“ – Fordómar vegna vefjagigtar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hún hætti að vinna sem snyrtifræðingur til að þrífa nakin – Rekur nú fyrirtæki með 15 starfsmenn

Hún hætti að vinna sem snyrtifræðingur til að þrífa nakin – Rekur nú fyrirtæki með 15 starfsmenn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.