fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Þessi búa á líkama þínum – Myndirnar sem þú vilt ekki sjá

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 31. október 2018 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vissir þú að líkami þinn er fjögurra stjörnu veitingastaður fyrir maura? Það er ef til vill ekki notaleg tilhugsun að vita líkami okkar er samansafn af ýmiskonar örverum, vírusum og bakteríum og jafnvel öðrum dýrum. En engu að síður er það raunin.

 

Augnháramaur (Demodex brevis)

Þessar pínulitlu skepnur lifa á gömlum húðfrumum og náttúrulegum olíum (sebum) sem eggbú augnhársins framleiðir. Ef þú ert fullorðinn manneskja er nokkuð gulltryggt að þessar verur hafi búið um sig í augnhárunum þínum.Að nóttu til fara þeir á stjá og iða og sprikla yfir andlitið eins hratt og fætur þeirra átta geta borið þá. Engar áhyggjur: Þessir litlu maurar eru alveg alveg skaðlausir en hafa í fáeinum tilvikum orsakað ofnæmisviðbrögð.

 

Kláðamaur (scabies mite)

Kláðamaurinn lifir í húð manna. Hann þrífst bara á okkur mannfólkinu en sést ekki með berum augum. Undur yfirborði húðarinnar býr hann í greni sínu, en upphleypt kvendýrið grefur sig inn í húðina og myndar nokkurra millimetra löng hlykkjótt göng og verpir þar eggjum sínum. Í kjölfarið myndast útbrot. Í byrjun má oft sjá göngin en þegar útbrotin stækka verður erfiðara að greina þau. Kláðamaurinn sest að á stöðum sem margir eru svolítið varðir fyrir umhverfinu og má þar einkum nefna hliðar fingra, greipar, handarbök, úlnliði, olnboga, handarkrika, innanverð læri og mitti.

 

Áttfætlumaur (Demodex folliculorum)

Þessir litlu maurar sem eru aðeins brot úr millimetra að lengd, búa í hársekkjunum í kringum augun og hafa hreiðrað um sig í sekkjum við rót hárana. Að meðaltali eru um það bil tveir maurar á hverjum fersentímetra í andlitinu á okkur. Og nei, það er ekki hægt að þvo þá í burtu. Á nóttunni fara þeir á kreik og maka sig. Í andlitinu á okkur. Hugguleg tilhugsun?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.