fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Bleikt

Páll er með lítið typpi: Sannfærður um að konan hafi yfirgefið hann vegna þess

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 28. október 2018 21:14

Karlmenn eru ekki hrifnir að hafa áhorfendur af dýrategund í herberginu á meðan kynlífi stendur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er virkilega ekkert hægt að gera fyrir okkur karlmennina sem erum með allt of lítil typpi? Ég hélt að með vaxandi aldri og þroska mundu þessar áhyggjur hverfa en raunin er önnur. Ég er þreyttari á þessu núna en nokkru sinni fyrr og þó kominn yfir fertugt. Að öðru leyti er ég talinn mjög karlmannlegur, ég er dimmraddaður með bringuhár og góðan skeggvöxt og fer á hverjum vetri á hreindýraveiðar svo að varla getur vantað í mig testósterón.

Kannski er ég sérstaklega pirraður einmitt núna því að ég er nýlega skilinn og ég er sannfærður um að hún hafi farið frá mér einmitt út af þessu.

Ég er hálfpartinn hugsjúkur og ímynda mér hana stöðugt í kynmökum með öðrum mönnum sem í öllum tilfellum eru hrikalega vel vaxnir niður.

Hefur öll nútímatækni læknisfræðinnar virkilega ekki upp á neina lausn að bjóða fyrir mig?

Með kveðju og þökkum,
Páll

Blessaður Páll

Já, miklar eru raunirnar… og erðanú hægagangur í tækniframförum og læknavísindum. Stöðugt verið að hamast við að lækna krabbamein og bjarga litlum börnum með hjartagalla á meðan litlir tippakallar þjást heil ósköp því þá langar svo að verða stórir tippakallar. Hvenær skyldi einverjum detta í hug að endurnýta stór tippi sem til falla, rétt eins og ýmis önnur líffæri eru endurnýtt? Ungur maður dettur niður af svölum og deyr heiladauða – hjartað slær áfram og hann fær súrefni með hjálp öndunarvélar – aðstandendur samþykkja fyrir hans hönd að gefa líffærin hans þeim sem þurfa í stað þess að hann taki þau með sér til himna – 16 ára stelpa fær hjartað og lungun og hefur nýtt líf laus við súrefniskútinn – 12 ára strákur fær lifrina og lifir í 50 ár í viðbót í staðinn fyrir tvö – sjö barna móðir fær annað nýrað og öðlast frelsi frá slöngum og gengdarlausu spítalaveseni – átta barna faðir fær hitt nýrað og getur horft á börnin vaxa úr grasi… og fertugur vælukjói fær tólið, og lítur betur út í sturtuklefanum!

Hvað er málið? Ég reyni og reyni að skilja þetta en pirrast bara. Getur verið að konan hafi gengið út því hún nennti ekki að hlusta á þetta væl? Getur verið að þú sért að einblína á hlut sem skiptir kannski engu máli? Af bréfi þínu að dæma hefur þú þokkalega þykkan massa milli eyrnanna, þú skrifar vel og skemmtilega og því get ég ekki ályktað annað en að þú hafir upp á ýmislegt annað að bjóða en kjötvöndul milli fóta.

Ég hef oft spáð í það hversu glataður karlmaður þurfi eiginlega að vera til þess að tippið sé það eina sem bætt geti upp skort á persónutöfrum og öðrum mannkostum.

Mitt ráð til þín er að skella þér í smá þerapíu til einhvers sem getur hjálpað þér að vinna úr tilfinningunum sem tengjast skilnaðinum. Sálfræðingur, geðhjúkka, félagsráðgjafi eða heilari gæti kannski hjálpað þér. Ég er ekki að segja að þú sért sturlaður eða skrítinn heldur finnst mér full ástæða fyrir þig að skoða hvers vegna þú ímyndar þér að konan hafi flúið tippið litla en ekki eitthvað annað.

Til fróðleiks get ég bent þér á að árangur af tippastækkunaraðgerðum er yfirleitt ekkert til að hrópa húrra yfir. Limirnir lengjast jú eitthvað en með aðgerðinni er yfirleitt komið í veg fyrir að standpínan rísi upp á við, hann verður semsagt grjótharður og bendir beint niður á gólf. Karlmenn sem hafa staðið í þínum sporum og látið krukka í tólið eiga það sameiginlegt eftir á að vera fremur óánægðir með útkomuna.

Með kærri kveðju,
Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.