fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Bleikt

Hlynur Már upplifði gróft heimilisofbeldi af stjúpföður – Vill hjálpa fólki í erfiðum aðstæðum og skorar á stjórnvöld

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlynur Már Vilhjálmsson er uppkomið fósturbarn sem ólst megnið af æsku sinni á fósturheimili á vegum borgarinnar. Upplifði Hlynur meðal annars gróft heimilisofbeldi frá stjúpföður sínum frá fimm ára aldri og fór í kjölfar þess í fóstur.

Hlynur eyddi um það bil ári á barna og unglingageðdeild á meðan fundið var fyrir hann fósturheimili og var hann virkilega erfiður í umgengni frá ungum aldri. Hann var heppinn að fá góða fósturforeldra eftir dvölina á BUGL og leið honum loks eins og hann væri hluti af fjölskyldu.

Þegar hann var þrettán ára gamall voru gerðar rekstrarlegar breytingar á fósturheimilinu og fósturforeldrarnir sem hann stólaði á var sagt upp.

„Það hafði verulega slæmar afleiðingar á andlega heilsu mína og stóð ég í raun einn á þeim tímapunkti. Ég fékk starfsfólk sem vann á vöktum í staðin til sextán ára aldurs og það urðu aldrei nokkur tilfinningaleg tengsl á milli mín og þeirra. Eftir fóstrið hefur lífið verið einstaklega mikið ströggl, eiginlega bara stríð og barátta fyrir mannréttindum mínum. Kvíðaröskun lamaði mig nánast alveg frá því að eiga möguleika á að halda í vinnu eða stunda skóla til þess að láta drauma mína rætast og það var ekki fyrr en löngu seinna, upp úr þrítugu sem mér fór að takast að vinna almennilega í sjálfum mér,“ segir Hlynur Már í viðtali við blaðakonu.

Hefur alla tíð viljað hjálpa fólki í erfiðum aðstæðum

Hlynur hafði alla tíð hugsað sér að reyna að hjálpa öðru fólki í erfiðum aðstæðum og í lok ársins 2017 stofnaði hann barnaverndarfélagið Fósturheimilabörn.

„Stefnan er að það verði félagasamtök sem hjálpi stjórnvöldum við að móta stefnu í fósturmálum og barnaverndarmálum almennt í framtíðinni. Í kjölfar þess var haft samband við mig frá Sósíalistaflokknum og mér boðið að taka þátt í framboði flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Flokkurinn hefur haft það að markmiði að fá fólkið sem hefur hingað til enga rödd haft í þjóðfélaginu fá orðið og þess vegna var það borðleggjandi að Sanna Magdalena borgarfulltrúi fengi góða og örugga kosningu því hún er einmitt einnig komin úr erfiðum aðstæðum.“

Í kjölfar kosninganna hefur Hlynur verið að hugsa sér til hreyfingar og langar hann að koma hlutum í verk sem hann hefur ekki getað gert áður sökum kvíðaröskunar og vanlíðunar.

„Ég fór fyrst á HAM námskeið á Landspítalanum og þaðan á Hvítabandið þar sem ég tók þátt í 7 mánaða meðferð í díalektískri athyglismeðferð við almennri vanlíðan minni sem reyndist mér geysilega gott veganesti fyrir framtíðina. Ekki komst ég þó þar inn fyrr en eftir um 10 mánaða bið eftir plássi. Eftir hvítabandið tók svo við um hálft ár í viðbót af náms og starfsendurhæfingu á Hringsjá. Ég fann hugleiðslu og nýti hana á hverjum degi til að styrkja mig og næ jafnframt að taka þátt í verkefnum sem þessu í góðu jafnvægi því að grunnurinn minn byggist alltaf á friðinum í hugleiðslunni minni. Ég hef vakið athygli á ýmsum mannréttindamálum sem bót er þörf á, meðal annars öryrkja, aldraðra og að sjálfsögðu heilbrigðiskerfinu þar sem vandinn er margstæður og stjórnvöld þurfa að taka sig á í þessum efnum.“

Setti af stað undirskriftalista sem skorar á stjórnvöld að bæta stöðu fólks með fíknisjúkdóm

Þrátt fyrir erfiða reynslu hefur Hlynur ávallt forðast það að nota eiturlyf og vímuefni sem hann er mjög stoltur af. Í gær ákvað Hlynur að stofna undirskriftalista sem skorar á stjórnvöld að bæta stöðu fólks með fíknisjúkdóma.

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að stofna þennan undirskriftalista var vegna pósts sem ég sá á Facebook í gær. Ég las hrikalega sögu konu og ég ákvað að taka af skarið og fara eftir góðu frumkvæði sem ég sá nokkra eldri borgara gera um daginn. Þar söfnuðust saman átta þúsund undirskriftir undir yfirskriftinni „Engan skort á efri árum.“ Hér voru þeir mættir til þess að afhenda listann sinn með átta þúsund undirskriftum til Alþingis. Það er stefnan að ég, í slagtogi við fleiri áhugasama með reynslu af málefninu, gerum slíkt hið sama. Vonandi hjálpar þessi undirskriftalisti til þess.“

Til þess að opna undirskriftalistann getur þú ýtt hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fimm ástæður stöðugrar þreytu

Fimm ástæður stöðugrar þreytu
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Nýfædd dóttir Elvu verður tekin af henni eftir tvo daga: „Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka“

Nýfædd dóttir Elvu verður tekin af henni eftir tvo daga: „Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Kennarar refsuðu henni fyrir að vera með stór brjóst: „Ég var látin sitja eftir fyrir að knúsa bróður minn“

Kennarar refsuðu henni fyrir að vera með stór brjóst: „Ég var látin sitja eftir fyrir að knúsa bróður minn“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexandrea lætur allt flakka: „Ég hélt alltaf að ég væri aumingi“ – Fordómar vegna vefjagigtar

Alexandrea lætur allt flakka: „Ég hélt alltaf að ég væri aumingi“ – Fordómar vegna vefjagigtar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hún hætti að vinna sem snyrtifræðingur til að þrífa nakin – Rekur nú fyrirtæki með 15 starfsmenn

Hún hætti að vinna sem snyrtifræðingur til að þrífa nakin – Rekur nú fyrirtæki með 15 starfsmenn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.