fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Nokkur hagnýt og góð sparnaðarráð

Vynir.is
Þriðjudaginn 23. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekkjum við það ekki öll að vera til í að eiga aðeins fleiri peninga til að gera skemmtilega hluti? Ferðast, safna fyrir draumabílnum, safna fyrir íbúð, safna fyrir nýjum síma – listinn er ótæmandi. Sumir gætu einnig helst þurft að eiga meiri pening bara til þess að lifa af. 

Ég ætla að byrja á stórum hluta lífs allra. Peningar sem fara í mat. Hér eru nokkur hagnýt ráð:

Hendirðu miklum mat? Rennur matur út í ísskápnum hjá þér og sérðu þúsund kallana fljúga út um gluggann? Þá gæti verið sniðugt fyrir þig að gera vikumatseðil og versla eftir innkaupalista það sem vantar fyrir vikuna.

Það tekur ekki langan tíma að setjast niður á sunnudagskvöldum með fjölskyldunni (eða ein/n) og gera matseðil fyrir vikuna. Ef fjölskyldan er saman gæti verið að einhverjir fjölskyldumeðlimir verði glaðari með það að borða eftir matseðli sem þau tóku þátt í að velja. Ég versla yfirleitt fyrir fimm máltíðir í einu og reyni að velja allavega eina máltíðina úr frystinum ef svo kæmi til að okkur yrði boðið í mat annars staðar – þá er betra svigrúm og hægt að geyma þá máltíð fram í næstu viku – án þess að hún skemmist.

Þetta ráð hjálpar líka til við það að þurfa ekki að fara eins oft í búð, sem sparar bensín. Ekki má gleyma því að ef maður er svona vel skipulagður kemur sjaldnar fyrir að maður kaupi take-away því það er ekkert til heima. Það er um það bil 75% dýrara að kaupa take away fyrir tvo heldur en að elda heima fyrir tvo.

Ég nota ráðið hér fyrir ofan ásamt umslagakerfi til að hafa betri yfirsýn yfir fjárhaginn sem fer í mat.

Umslagakerfið lýsir sér þannig:

Það eru yfirleitt fjórar vikur í mánuði svo það er gott að hafa fjögur umslög – eitt fyrir hverja viku ásamt einu umslagi sem mun geyma sparnaðinn. Við erum tvö í heimili og látum 25.000 krónur hvort í matarpeningasjóðinn. Þá eru það 50.000 krónur sem við tökum út úr hraðbanka og skiptum niður í 4 umslög. 12.500 krónur fara í hvert umslag.

Gott er að miða við að eyða ekki meira en því sem er í umslaginu hverja viku í búðarferðum þeirrar viku. Ef það er afgangur eftir vikuna – fer hann í sparnaðarumslagið. Við söfnuðum slatta í hverjum einasta mánuði í sparnaðarumslagið og nýttum í eitthvað skemmtilegt sem við gátum gert saman, fara fínt út að borða eða kaupa eitthvað í búið – en auðvitað er líka hægt að leggja peninginn inn á bók og safna fyrir einhverju stærra til lengri tíma.  

Það er eitt sem ég verð að taka fyrir, sem er rosalega dýrt – en margir loka augunum fyrir og halda áfram að gera í miklum mæli þrátt fyrir að það sé rosalega vont fyrir budduna – og heilsuna.

Að „djamma”. Áfengi í vínbúðinni er dýrt, áfengi á bar er DÝÝÝRT, taxi er dýr, hlölli á leiðinni heim kostar sitt og þynnkumaturinn er sjaldan eitthvað úr ísskápnum. Ekki misskilja mig – það er hollt og gott fyrir sálina að kíkja annað slagið út í hófi en ef það er eitthvað sem þú kæri lesandi gerir hverja helgi þá er það mjög líklega ástæðan fyrir því að þú fórst að skoða grein um hvernig sé gott að spara peninga. Trúðu mér – einu sinni skildi ég aldrei af hverju buddan var alltaf svona tóm – en djammaði hverja einustu helgi. Það fóru að vaxa peningar í veskinu eftir að ég fór að djamma í hófi.

Einnig eru nokkrir hlutir sem hægt er að skoða á heimilinu: Tryggingar, símafyrirtæki, netfyrirtæki, sjónvarpsstöðvar og fleira. Mín reynsla er sú að oft er hægt að fá tilboð frá tryggingafyrirtækjum ef maður er með margt sem þarf að tryggja. Það eru komin frekar mörg tryggingafyrirtæki á markaðnum í dag og eitthvert þeirra er pottþétt til í að gefa þér betri kjör en það sem þú ert hjá núna – ef ekki þá hefurðu valið rétt. Það allavega sakar ekki að athuga – margir borga tugi þúsunda meira á ári í tryggingar heldur en þeir þurfa. Með síma- og netfyrirtæki er yfirleitt best að hafa allt sitt á sama stað – og fá tilboð. Það sakar ekki að skoða hvort eitthvað síma- og netfyrirtæki geti boðið betur en það sem þú ert hjá nú þegar.

Ég gæti setið hérna og skrifað um hluti sem hægt er að gera til að spara peninga í alla nótt en ég held að þetta séu góðir hlutir til að byrja á ef þig langar að byrja að spara/safna peningum.

 Færlsan er skrifuð af Svandísi Þóru og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“