fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Bleikt

Sigurbjörg á of góðan kærasta: Kynlífið var betra með skíthælnum!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 13. október 2018 15:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halló Ragga

Ég hef verið með kærastanum mínum í tvö ár. Okkar kynlíf er ágætt en það var samt betra með mínum fyrrverandi. Hann var bæði betri og svo þurfti hann bara að koma við mig þá fór hrollur um mig. Nýji kærastinn minn er ekki þannig en ég elska hann samt mjög mikið og veit að hann er hinn eini sanni. Mér finnst samt erfitt þegar ég hugsa um að upplifa ekki aftur svona gott kynlíf. Var það vegna þess að hann kom illa fram við mig sem að mér fannst kynlífið svona miklu mikilvægara? Kannski finnst þér þetta asnaleg spurning. Ég vona ekki.

Kveðja,

Sigurbjörg

Sæl Sigurbjörg

Spurningin þín er alls ekki asnaleg. Þvert á móti hef ég á tilfinningunni að margar konur hafi lent í svipuðum pælingum og þú. Ég held að þú hafir algjörlega hitt naglann á höfuðið í spurningunni þinni og í raun svarar þú þér sjálf í seinni hlutanum. Þú ert greinilega búin að velta þessu talsvert fyrir þér og kemst að þeirri niðurstöðu að kynlífið með skíthælnum hafi virst merkilegra einmitt vegna þess að hann kom illa fram við þig.

Ef ég reyni að setja mig í þín skíthælskærustuspor (sem reyndar er ekki svo ýkja erfitt), ímynda ég mér að þú hafir stöðugt þráð innileika og jákvæða athygli frá honum. Að sjálfsögðu fór sæluhrollur um allan kroppinn þegar þú loksins fékkst það sem þú þráðir svona heitt. Þetta er eflaust eitt af því sem gerir það að verkum að frábærar, greindar, skemmtilegar, fallegar og sterkar konur hanga í vonlausum samböndum með alls kyns dratthölum og mannleysum.

Hversu oft hefur kona ekki hrist hausinn yfir vitleysisgangi í vinkonum sem hafa sig ekki á brott og finna sér einhvern ljúfling í staðinn fyrir skíthælinn?

Ég ráðlegg þér að skella ekki ábyrgðinni yfir á nýja gæjann heldur taka sjálf völdin og leggja þig alla fram við að búa til þetta undursamlega kynlíf sem þú þráir og átt skilið. Málið er ekki að þessi gamli hafi verið eitthvað „betri“. Reyndar var efnafræðin sem þið framkölluðuð í sameiningu hrollvekjandi og æsandi, en eins og þú sjálf bendir á var hrollurinn ekki til kominn af góðu.

Gott samband er taumlaus vinna og gott kynlíf í sambandinu getur verið hreinasti þrældómur þó að uppskeran geri hann vel þess virði.

Reyndu að setja í hlutlausan og taka nýja kærastanum eins og hann er – beindu athyglinni að því sem hann gerir vel og er góður í og hafðu svo kjark og þor til að biðja um það sem þér þykir vanta upp á.

Takk fyrir frábæra spurningu og gangi þér allt í haginn,

Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fimm ástæður stöðugrar þreytu

Fimm ástæður stöðugrar þreytu
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Nýfædd dóttir Elvu verður tekin af henni eftir tvo daga: „Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka“

Nýfædd dóttir Elvu verður tekin af henni eftir tvo daga: „Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Kennarar refsuðu henni fyrir að vera með stór brjóst: „Ég var látin sitja eftir fyrir að knúsa bróður minn“

Kennarar refsuðu henni fyrir að vera með stór brjóst: „Ég var látin sitja eftir fyrir að knúsa bróður minn“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexandrea lætur allt flakka: „Ég hélt alltaf að ég væri aumingi“ – Fordómar vegna vefjagigtar

Alexandrea lætur allt flakka: „Ég hélt alltaf að ég væri aumingi“ – Fordómar vegna vefjagigtar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hún hætti að vinna sem snyrtifræðingur til að þrífa nakin – Rekur nú fyrirtæki með 15 starfsmenn

Hún hætti að vinna sem snyrtifræðingur til að þrífa nakin – Rekur nú fyrirtæki með 15 starfsmenn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.