fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Ólafur hefur átt 300 ástkonur: „Er ég kynlífsfíkill?“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 13. október 2018 20:30

Á leið í partí!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæl Ragga
Mig langað að henda á þig einni spurningu. Þannig er að ég er 28 ára karlmaður og held ég eigi við vandamál að stríða. Ég hugsa óeðlilega mikið um kynlíf og stunda mjög mikið af því. Ég hef verið í mörgum samböndum og haldið mikið framhjá… er löngu búinn að missa töluna á leikfélögunum, en gæti trúað að hún væri að slá í 300 (skammast mín hálfpartinn fyrir það). Gæti verið að ég sé haldinn kynlífsfíkn?

Með fyrirfram þökk og kveðju,
Ólafur

Sæll Ólafur
Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um hvort það sé yfir höfuð til hlutur sem kalla má kynlífsfíkn. Kynlífsfíkn var í raun fundin upp snemma á níunda áratugnum, ekki af fræðimönnum á sviði kynfræða, heldur af þeim sem eru aðdáendur 12 spora kerfa. „Kynlífsfíklar“ voru að vonum himinlifandi að finna hóp þar sem þeir voru hjartanlega velkomnir, fólk faðmaðist og tjáði uppgjöf sína gagnvart „æðri mætti“. Í 12 spora kerfinu var ekki lengur um að ræða slæmar ákvarðanir þeirra sem einstaklinga, heldur sjúkdóm – sem var þó ansi loðinn og óskýr – og er enn. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að kynlífsfíkn var ekki tekin inn í fimmtu útgáfu DSM (Diagnostics and Statistics Manual), greiningahandbók geðlæknisfræðinnar.

Hins vegar eru flestir sammála um að kynlífshegðun sem truflar einstakling og hefur neikvæð áhrif á hans daglega líf sé vandamál. Því lýsir þú lítillega í spurningu þinni. Þú sækir af einhverjum ástæðum í kynlífshugsanir og kynlífsathafnir – eflaust vegna þess að þær veita þér einhvers konar fró. Kannski er það tilfinningin um að vera girnilegur karlmaður sem hefur brjálaðan séns, og viðurkenningin sem felst í því að geta fengið allar þessar konur til fylgilags. Kannski áttu ekki fleiri bjargráð í verkfæratöskunni til þess að vinna úr erfiðum tilfinningum, og kannski er þetta merki um einhvers konar áráttu- eða þráhyggjuhegðun sem viðbragð við vanlíðan.

Mér finnst að þú ættir að panta þér viðtal hjá heilbrigðisstarfsmanni, geðlækni, geðhjúkrunarfræðingi, sálfræðingi eða heimilislækni. Málið gæti verið einfalt og snúist um að þú þurfir að taka ábyrgð á hegðun þinni – eða flókið og snúist um undirliggjandi geðrænan vanda sem væri hægt að ráða við með lyfjum og/eða viðtölum við fagaðila.

Gangi þér allt í haginn,

Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.