fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?

Ragnheiður Eiríksdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæl Ragga
Ég er svolítið rugluð í ríminu núna. Ég er einstæð móðir, 49 ára með tvö börn. Eftir skilnað fyrir tveimur árum er ég nýlega byrjuð að leita fyrir mér í samskiptum við aðra menn. Ég er búin að hitta nokkra á stefnumótum, en ekkert hefur endað í meiru en smá daðri.

Nú er ég í erfiðri stöðu. Ég fór á djammið og lenti á spjalli við fallegan „dreng“, sem sýndi mér mikinn áhuga. Hann er 26 ára og hefur mikinn áhuga á að vera með eldri konu. Síðan þá höfum við spjallað heilmikið saman, bæði á netinu og í síma. Hann er yndislegur, vel vaxinn og gefandi karlmaður, en aldursmunurinn hræðir mig. Við höfum sömu skoðanir á kynlífi, og lífinu yfirhöfuð, en það truflar mig að ég gæti verið móðir hans.

Vinkonum mínun finnst þetta viðbjóðslegt og segja mig skrítna. Mig langar svo að upplifa stundir með honum og leyfa honum að leika við mig eins og hann vill. Eitthvað segir mér samt að það sé ekki rétt vegna aldursmunarins. Þetta yrði svo sem aldrei neitt meira en freistandi leikur fyrir mig, en hvar dregur maður mörkin?

Bestu kveðjur,
Anna

Sæl Anna
Til að byrja með langar mig að biðja þig að snúa hlutunum við og hugsa aldursmuninn upp á nýtt. Ég er viss um að þú hefur oft heyrt um 49 ára karlmenn sem hafa átt 26 ára ástkonur eða kærustur. Kannski hefur þú hugsað „einn að yngja upp“ eða „hann er aldeilis hress“, en ég er nokkuð viss um að tilfinningar þínar hafi ekki rist mikið dýpra.

Kynjamisrétti
Í samfélagsgerð okkar er rík hefð fyrir því að sætta sig við talsverðan aldursmun þegar karlinn er eldri, en fordómarnir eru skammt undan ef það er á hinn veginn. Í amerískum sjónvarpsþáttum eru konur sem kjósa að leggja lag sitt við yngri menn kallaðar fjallaljón (e. cougars), og iðulega sýndar í níðþröngum hlébarðabuxum og mjög efnislitlum og flegnum bolum. Ungu mennirnir eru kallaðir bjarnarhúnar (e. cubs), og þrátt fyrir að vera buffaðir mjög, virðast þeir varnarlausir gegn hinum sækjandi kvendýrum. Orðræðan og staðalmyndirnar gefa til kynna að þessar konur séu að gera eitthvað siðferðilega rangt og nýti sér innbyggða greddu litlu loðboltanna, sem þeir auðvitað geta ekkert gert að. Ef þú aftur á móti leiðir hugann að ímyndinni sem umlykur eldri karlmenn með yngri konum, er annað uppi á teningnum. Þeir birtast okkur sem fágaðir mentorar, ungir í anda, leiðandi og sterkir. Í stóra samhenginu er þetta auðvitað ekkert annað en samfélagsleg birtingarmynd kynjamisréttis – sem þarf að leiðrétta.

Vinkvennavandamál
En snúum okkur að „vandamálinu“ þínu. Reyndar mundi ég vilja kalla þetta vandamál vinkvenna þinna, því þær eru vælandi yfir þessu – ekki þú. Vissulega getur verið munur á þroska og fyrirætlunum hjá einstaklingum sem 23 ár skilja að, en þið eruð bæði fullorðin. Ef þig langar að vera með manninum hvet ég þig til að láta verða af því – þú ein getur tekið þá ákvörðun. Ég ráðlegg þér að vera skýr um fyrirætlanir þínar frá upphafi, líkt og ég mundi ráða fólki á hvaða aldri sem er. Ef hann lætur sig dreyma um sameiginlegan fjárhag og hversdagsferðir í Bónus, en þú einblínir á nautnir holdsins, gæti ráðahagurinn verið slæmur.

Að lokum vil ég vitna í orð Dans Savage, kynlífsráðgjafa í Seattle, um sambönd þar sem talsverður aldursmunur kemur við sögu. Hann kallar þetta tjaldstæðisregluna: **Ef þú átt í sambandi við yngri einstakling, skildu hann þá eftir í betra ástandi en þú fannst hann.**

Gangi þér vel og góða skemmtun,
Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Drepfyndið svar Jóns Gnarr – Þess vegna hætti hann við að halda með Liverpool

Drepfyndið svar Jóns Gnarr – Þess vegna hætti hann við að halda með Liverpool
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hlustaðu á hlaðvarp Íþróttavikunnar – Farið yfir sviðið í Bestu deildinni

Hlustaðu á hlaðvarp Íþróttavikunnar – Farið yfir sviðið í Bestu deildinni
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.