fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Aníta Rún: „Við ættum aldrei að þurfa að fela tilfinningar okkar“

Vynir.is
Mánudaginn 8. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að sýna tilfinningar.
Ég hef alltaf byrgt þær inni og passað að vera sterk.
En það kom svo sannarlega í bakið á mér.
Á endanum lenti ég í rosalegri tilfinninga kreppu og réði ekki við tilfinningarnar mínar.
Það tók mig langan tíma að jafna mig á þessu og koma öllu á réttan kjöl aftur.

Þegar ég byrjaði með kærastanum mínum sagði ég strax við hann að ég nennti ekki fýlu og rifrildum.
Ég vildi frekar tala um hlutina og leysa þá strax í staðin fyrir að byrgja inni einhverja fýlu eða reiði.
Það hefur gengið glimrandi vel allt okkar samband og höfum við aldrei rifist.
Við höfum svo sem aldrei haft ástæðu til þess heldur.

Uppáhalds tilfinningin mín og jafnvel bara flestra er ást.
Ástin getur verið svo ofboðslega sterk. Og sigrað allt.
Það er ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir þá sem ég elska. Og ég passa sérstaklega vel að allir sem ég elska viti líka af því að ég elski þá.

Ég er líka manneskja sem verð mjög auðveldlega reið.
Ég er fljót upp og mjög fljót niður aftur.
Þetta hefur hrjáð mig mjög í mínu lífi.
En með mjög miklum aga og sjálfsstjórn hef ég náð tökum á þessu, að mest öllu leiti.
Reiði er nefnilega mjög slæm tilfinning og vont að upplifa hana.

Þegar kemur að sorg aftur á móti hef ég passað mjög mikið að enginn sjái mig syrgja.
Ég t.d græt ekki í jarðarförum. Því þar er mikið af fólki.
En ég er farin að leyfa mér að sýna sorg.
Það var í fyrsta skipti í dag sem fjögurra ára dóttir mín sá mig gráta úr sorg.
Ég útskýrði fyrir henni að ég væri bara sorgmædd og þyrfti að gráta.
Þetta væri svipað og ef hún meiddi sig og færi að gráta, nema ég væri ekki með neitt sár. Mér væri bara illt í hjartanu mínu. Hún skildi mig. Vissi ástæðuna. Ég fékk bara koss og hún hélt áfram að dunda við sitt.

Tilfinningar eru eðlilegasti hlutur í heimi. Við fæðumst með þetta.
Reyndar ekki allar tilfinningar sem við upplifum, margar eru lærðar á lífsleiðinni.
En, við ættum aldrei að þurfa að fela tilfinningar okkar.
Um leið og við opnum á tilfinningarnar okkar og tökum þeim sem jákvæðum hlut eigum við auðveldara með lífið.

Sýnum tilfinningar og verum við sjálf.

Færslan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.