fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Bleikt

13 góð ráð fyrir heimilisþrifin

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 10. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sama hvað við reynum, þá eru húsverk eitt af því sem allir verða að gera. Öll heimili eru misjöfn en líklega eru fæst heimili alltaf alveg tipp topp, sérstaklega þau sem börn búa á. Aukið álag, óhreinindi, dót, þvottur og almenn þrif fylgja því að eignast börn og því getur verið gott að notfæra sér hin ýmsu ráð sem til eru til þess að halda heimilinu nokkuð sómasamlegu. Það er líka góð regla að kenna börnunum að hjálpa til við heimilisstörfin en með því læra þau sjálf á þá ábyrgð sem heimilishald er.

Bleikt tók því til lista af nokkrum góðum húsráðum:

 1. Heimilisverka happdrætti

Skrifið niður þau heimilisverk sem þarf að sinna fyrir vikuna á nokkur lítil blöð. Til dæmis; taka út ruslið, ryksuga, skúra, þurrka af og svo framvegis. Á eitt blaðið er hægt að skrifa; Frídagur. Brjótið blöðin saman og setjið í skál. Hver og einn fjölskyldumeðlimur dregur svo úr skálinni og þar með er búið að útdeila þeim vikulegu verkefnum sem þarf að sinna þá vikuna. Miðarnir eru svo hengdir upp á ísskápinn svo enginn gleymi sínu verki.

 1. Burstað stál

Kám, matur og fingraför sjást vel á öllu burstuðu stáli. Til þess að þrífa það auðveldlega af og halda stálinu glansandi fínu er gott að setja örlítið af barnaolíu í pappír og þurrka af öllu burstuðu stáli heimilisins.

 1. Fersk skurðarbretti

Þegar skurðarbretti hafa verið notuð í langan tíma eiga þau það til að fara að lykta illa. Til þess að losna við þá lykt er gott að skera sítrónu í helming og nudda vel á brettið. Leyfið sítrónunni að liggja á brettinu í hálftíma og skolið það svo með köldu vatni.

 1. Ferskir ávextir og grænmeti

Ef þú geymir ávexti í ísskápnum þínum er gott að setja svokallað „bubble wrap“ innan í skúffuna. Það kemur í veg fyrir það að ávextirnir merjist og skemmist fyrr. Í grænmetisskúffuna er mjög gott að setja annað hvort krumpað dagblað eða eldhúsrúllupappír. Það heldur raka frá grænmetinu sem gerir það að verkum að það helst ferskara í lengri tíma.

 1. Vond lykt úr niðurfalli

Ef þú finnur vonda lykt koma upp úr niðurfalli á heimilinu byrjaðu þá á því að taka matarsóda og vatn og útbúa úr því hálfgerðan leir. Settu blönduna ofan í niðurfallið og leyfðu því að liggja í að minnsta kosti einn klukkutíma. Blandaðu svo saman sjóðandi vatni ásamt 3-4 teskeiðum af vanilluilmkjarnaolíu og helltu ofan í niðurfallið. Matarsódinn mun hreinsa niðurfallið og ilmkjarnaolían lætur það lykta vel.

 1. Ferskur ísskápur

Notaðu edik til þess að þurrka innan úr ísskápnum þínum. Sýran í edikinu drepur myglu sem getur myndast. Til þess að halda ferskum ilmi í ísskápnum hafðu þá krukku af matarsóda, kaffibaunum eða bómullarhnoðra með vanilluilmkjarnaolíu inni í ísskápnum.

 1. Öryggi gegn lyfjum og hreinsiefnum

Kenndu börnunum þínum á þá hættu sem getur stafað af lyfjum og hreinsiefnum. Teiknaðu stóran rauðan kross á þau lyf og hreinsiefni sem barnið má ekki fara í og segðu þeim að allt sem merkt er með rauðum krossi sé hættulegt fyrir þau. Það hjálpar þeim að skilja betur hvað það er sem þau mega ekki nota ef svo vildi til að þau skyldu ná í það.

 1. Blek á börnum

Börn eiga það til að nota sig sjálf sem striga þegar kemur að því að teikna. Til þess að ná bleki af húð er mjög gott að taka smjörlíki og nudda á blettinn. Taktu síðan rakann klút og þurrkaðu allt saman af.

 1. Tyggjó í fötum

Við höfum öll lent í því. Engar áhyggjur, settu flíkina inn í frysti í um tvo klukkutíma. Þegar tyggjóið hefur frosið fast er auðveldara að plokka það af. Ef þú lendir í vandræðum með að plokka það almennilega af er gott að taka teskeið og nudda því af með aftari hluta skeiðarinnar.

 1. Rykfallið sjónvarp og gluggatjöld

Þegar þú þurrkar af sjónvarpinu og gluggatjöldunum þá virðist rykið vera endalaust. Taktu mjúkan klút og dýfðu honum upp úr örlitlu mýkingarefni. Það mun koma í veg fyrir það að stöðurafmagn dragi að sér ryk.

 1. Blóð í fötum

Ef þú lendir í því að fá blóð í fötin þín taktu þá flíkina og leggðu hana í kalt vatn með salti í. Leyfðu henni að liggja í saltvatninu í að minnsta kosti klukkutíma og þvoðu hana svo eins og vanalega.

 1. Skítugt hálsmál

Bolir, peysur og skyrtur eiga það til að verða mjög skítugar í kringum hálsmálið. Vanalega er skíturinn samansafn af olíu, drullu og jafnvel farða sem safnast saman og gerir hálsmálið óhreinna en restina af flíkinni. Taktu sjampó og nuddaðu hálsmálið vel með því, settu flíkina síðan í þvottavélina á venjulegan þvott. Sjampó er hannað til þess að ná burtu olíu úr húðinni og ætti því að geta þrifið skítinn sem safnast saman í hálsmálinu.

 1. Olíublettur í teppi

Það getur verið virkilega erfitt að ná burtu olíu sem farið hefur í teppi. Þetta ráð gæti tekið tvö til þrjú skipti en er vel þess virði að prófa. Hellið matarsóda í blettinn á teppinu og burstið honum varlega við olíuna. Leyfðu matarsódanum að liggja í blettinum yfir nóttina og ryksugaðu hann svo upp daginn eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fimm ástæður stöðugrar þreytu

Fimm ástæður stöðugrar þreytu
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Nýfædd dóttir Elvu verður tekin af henni eftir tvo daga: „Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka“

Nýfædd dóttir Elvu verður tekin af henni eftir tvo daga: „Ég næ ekki að taka fortíð mína til baka“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Kennarar refsuðu henni fyrir að vera með stór brjóst: „Ég var látin sitja eftir fyrir að knúsa bróður minn“

Kennarar refsuðu henni fyrir að vera með stór brjóst: „Ég var látin sitja eftir fyrir að knúsa bróður minn“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexandrea lætur allt flakka: „Ég hélt alltaf að ég væri aumingi“ – Fordómar vegna vefjagigtar

Alexandrea lætur allt flakka: „Ég hélt alltaf að ég væri aumingi“ – Fordómar vegna vefjagigtar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hún hætti að vinna sem snyrtifræðingur til að þrífa nakin – Rekur nú fyrirtæki með 15 starfsmenn

Hún hætti að vinna sem snyrtifræðingur til að þrífa nakin – Rekur nú fyrirtæki með 15 starfsmenn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.