fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Elín Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur: „Á spítalanum er búið að loka 20-30 plássum vegna þess að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 14. júní 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Tryggadóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum segir í færslu sinni á Facebook að vandi Landspítalans sé vandi okkar allra. Lesa má færslu hennar í heild sinni hér fyrir neðan:
Fyrir um tveimur árum fór að bera á innlagnavanda spítalans og Bráðamóttakan fékk það erfiða hlutverk að sinna innlögðum sjúklingum sem ekki komust á deildar. Innlagnarvandi sjúkrahússins hefur hingað til verið útskýrður sem fráflæðisvandi, þ.e. gamalt fólk kemst ekki á öldrunarstofnanir og dvelur óþarflega lengi á legudeildum. Það er vissulega rétt en það sem sjaldan kemur fram í fjölmiðlum er að á spítalanum er búið að loka 20-30 plássum vegna þess að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Það er ekki hægt að leggja sjúklinga inn á undirmannaðar deildar.
Þessir 20-30 sjúklingar sem komast ekki í þessi lokuðu pláss þurfa því að liggja á Bráðamóttöku. Oft í gluggalausum rýmum, oft á gangi þar sem ekki er hægt að slökkva ljós á nóttinni, fá ekki viðeigandi læknismeðferð, hjúkrun og þjónustu, oftast gamalt fólk. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingum sem dvelja lengur en 4-6 tíma á Bráðamóttöku farnist verr og dánartíðni þeirra eykst.

Hver einasti dagur er barátta upp á líf og dauða

Á Bráðamóttöku eru 35 stæði fyrir bráðveika og slasaða. Þegar ástandið er „eins og það á að vera“ eigum við fullt í fangi með að sinna því sem við eigum að sinna. Þjóðin er að eldast, ferðamönnum er að fjölga og heilsugæslan annar ekki sínu. Nú með 20-30 legudeildarsjúklinga til viðbótar við skjólstæðinga Bráðamóttöku ætti öllum að vera ljóst að dæmið gengur ekki upp. Hver einasti dagur er bókstaflega baráttta upp á líf og dauða hjá okkur.
Vaktstjórinn, reyndur hjúkrunarfræðingur sem stýrir flæðinu um deildina, þarf að finna upp hjólið oft á hverri vakt til að troða inn fleiri og fleiri sjúklingum í rúm sem eru ekki til. Starfsfólkið verður bara að hlaupa hraðar. Fárveikt fólk þarf að sitja á eldhússtólum tímunum saman því við eigum ekki fleiri bekki. Ástandið er ömurlegt og ofan á það fáum við stóru slysin. Við erum aðframkomin.

Fíknigeðdeildin lokar í sjö vikur í sumar vegna skorts á hjúkrunarfræðingum

Í vor var tilkynnt að loka eigi Hjartagáttinni í heilan mánuð, skjólstæðingar hennar eiga að leita á Bráðamóttöku. Þar bætast við að meðaltali 15 manns til viðbótar á deildina okkar hverju sinni, flestir þeirra þurfa að vera tengdir við hjartasírita og dæmist þá að aðra skjólstæðinga að liggja á ganginum. Og svo má ekki gleyma endurlífgunum sem hafa hingað til farið á Hjartagáttina.
Gáttinni er lokað vegna þess að ekki fást hjúkrunarfræðingar til að leysa af í sumarleyfi. Við bætast hefðbundnar sumarlokanir legudeilda og mannekla í heimahjúkrun. Þetta árið mun fíknigeðdeildin loka í sjö vikur vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, já, sjö vikur. Skjólstæðingar hennar fá jú þjónustu á hinum geðdeildinum sem eru reyndar yfirfullar, en þetta hlýtur að reddast. Ríkið toppar þetta svo með því að endurnýja ekki samninga við Karítas, heimahjúkrun krabbameinsveikra, ætli þeirra skjólstæðingar eigi ekki bara líka að fara á Bráðamóttökuna.

Hafa ekki tök á því að ábyrgjast öryggi skjólstæðinga öllum stundum

Við erum að missa stjórn á aðstæðum. Við ráðum ekki við verkefnið og við getum ekki ábyrgst öryggi skjólstæðinga okkar öllum stundum. Þetta er staðan í dag og það hræðir mig meira en nokkru sinni fyrr. En virðist enginn ráðamaður hlusta á neyðarkall heilbrigðisstarfsmanna. Nú er hundruð ómannaðar vaktir hjúkrunarfræðinga á Bráðamóttöku í sumar. Þetta er ekkert að fara að reddast.
Samnefnarinn í öllum þessum dæmum er sá sami. Skortur á hjúkrunarfræðingum. Öldrunarstofnanir geta ekki tekið við vegna hjúkrunarfræðingaskorts, ekki legudeildarnar heldur. Hjartagáttin lokar vegna sama vanda. Sumarlokanir legudeilda, flugþjónarnir hjúkrunarmenntaðir… hvar endar þetta? Það eru hundruð hjúkrunarfræðinga sem hafa tekið þá ákvörðun að láta ekki bjóða sér þessar vinnuaðstæður. Það eru hundruð í viðbót sem hafa í huga að segja upp og snúa sér að öðru.

Alþingismenn farnir í sumarfrí: „livva og njódda“

Og hvað er til ráða? Ég hef rætt við tugi kollega minna og það sem við viljum er virðing og hærri laun. Þetta er ekki flókið. Virðinguna má endurheimta með því að leysa okkur undar niðurlægjandi Gerðardómi. Það er eitt ár eftir að þeirri ánauð. Og við viljum fá greitt fyrir vinnuna okkar, menntun, ábyrgð og reynslu. Stjórnvöld verða að fara að gera sér grein fyrir því að rekstur heilbrigðiskerfisins er í eðli sínu rándýr en er þó besta fjárfesting sem ríkið getur gert. Fjárfesting í heilbrigði og velferð þegna sinna. Þetta er vilji þjóðarinnar, sama hvaða flokk fólk kýs.
Mannauðurinn er ómetanlegur og á sérhæfðum deildum Landspítala eins og gjörgæslu og Bráðamóttöku tekur um tvö ár að verða fullhæfur í starfi hjúkrunarfræðings. Ég hef starfað á Landspítala í 22 ár og oft hefur mér ekki staðið á sama um ástandið en ég hef aldrei verið eins hrædd og núna.
Nú eru Alþingismenn farnir í sumarfrí. Farnir út í sumarið að grilla, „livva og njódda“. Sumir hverjir grunlausir um hættuna sem ógnar þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga, aðrir vel meðvitaðir og líta björtum augum til yfirvofandi einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar sama hvað það kostar. Landspítali má engan tíma missa. Landspítalinn er í frjálsu falli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Hartman í Val
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.