fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Bleikt

Magnús Máni hefur misst 23 kíló: „Ég sagðist ætla að skila verkefninu þegar ég væri komin með six pack“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Máni Hafþórsson hefur tekið af sér 23 kíló á rúmlega fjórum mánuðum. Magnús hafði alltaf verið í fínu formi en vegna vanlíðan fór hann að borða mikið og bætti því hægt og rólega á sig allt þar til hann var orðin 113 kíló.

Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningar, át ég þær í burtu. En í raun át ég þær fastar á mig því líkamlegt form fór versnandi og með hugurinn fylgdi með,

segir Magnús í einlægu viðtali við Bleikt.

Magnús segir að þrátt fyrir að hann hafi orðið svona þungur þá hafi hann aldrei trúað því sjálfur að hann væri komin í þetta líkamlega ástand.

Ég sá að ég leit ekki vel út og langaði að breyta mínum venjum en aðal ástæðan fyrir því að ég gerði það ekki var vegna þess að mig langaði það ekki nógu mikið.

Síðan Magnús var einungis 12 ára gamall var hann ákveðin í því að verða sinn eigin herra.

Ég er frumkvöðull og ég vildi vera minn eigin herra og fjárhagslega sjálfstæður. Þegar ég var 17 ára starfsmaður í Krónunni var ég að fá um 50 þúsund krónur fyrir tvær helgar í mánuði og ég hugsaði með mér að það hlyti að vera leið fyrir mig að fá þennan pening sjálfur. Þaðan fóru hjólin að rúlla og síðan þá hef ég starfað fyrir sjálfan mig. Eftir þessa reynslu lærði ég að ef þig langar eitthvað nógu mikið að þá getur þú gert það!

Magnús tók því ákvörðun um að læra af sinni eigin reynslu og tók ákvörðun um það að gera lífsstílsbreytingu sína að „verkefni“.

Ég tók frumkvöðla hugsun á þetta, ég ætlaði að koma mér í form og ég ætlaði að skila verkefninu af mér þegar ég væri komin með six pack og ekki fyrr. Óraunhæft? Já. Öfgar? Kannski, en ég vinn best þegar ég hef sett mér eitt stórt markmið. Við erum öll misjöfn og þurfum að finna hvað virkar best fyrir okkur. Ég vinn verst þegar ég set mér mörg lítil verkefni til að ná einu stóru, þá finnst mér þetta allt í einu orðið svo mikið mál. Ég er svolítið allt eða ekkert týpa.

Leiðin að árangri Magnúsar segir hann vera tvíþætta.

Þetta skiptist í mataræði og æfingar. Ég byrjaði mína leið að nýjum lífsstíl á því að fá mér minni skammta af máltíðum, til þess að hjálpa mér með það þá plataði ég líkamann með því að drekka einn líter af vatni fyrir máltíð og í kjölfarið varð maginn hálf fullur af vatni og ég fann fyrir seddu mun fyrr. Fyrir átvagla eins og mig með stóran maga var þetta snilldar ráð eða magaband express eins og ég kalla það.

Fljótlega fór magi Magnúsar að minnka og hann fór að líta betur út.

Þá gat ég tekið næstu skref, minnka nasl á kvöldin og yfir daginn. Það að minnka kvöld snarl er eitt það sterkasta sem þú getur gert til þess að byrja nýja lífsstílinn þinn. Ég held ég tali fyrir flesta þegar ég segi að kvöldin eru lang erfiðust til þess að borða ekki óholt. Maður er komin heim eftir langan dag, hefur ekkert að gera og liggur upp í sófa og fær bilað „craving“. Ef það er of erfitt að taka allt út þá er til ótrúlega mikið af hollu og góðu hitaeiningalitlu kvöld snari. Eins og frosin melóna til þess að slá á sykurlöngun.

Eftir rúman mánuð hafði Magnús ekki farið niður um nema 1,9% í fitu þrátt fyrir að vera byrjaður að æfa af krafti. Leið honum alls ekki vel með þær fréttir.

Hvað var vandamálið? Hvað gat ég mögulega gert betur heldur en ég var nú þegar að gera? Jú, áfengið. Ég var að fá mér einn til tvo bjóra með strákunum um helgar og stundum meira en það. Ég hélt að það myndi ekki skemma árangurinn minn þar sem ég var að æfa vel og borða minna. Ég tók ákveðna þrjósku á þetta og trúði því innilega ekki að bjórinn væri ástæðan fyrir því að ég sá ekki árangur en þar sem mig langaði ekkert meira heldur en að tileinka mér betri lífsstíl þá tók ég út allt áfengi. Þrátt fyrir að ég færi eitthvað út um helgar þá ákvað ég að vera skemmtilegi edrú gæinn sem væri alltaf skutlandi.

Eftir að Magnús tók út áfengi missti hann 2,9% af fitu á einungis níu dögum.

Níu dögum! Það er miklu meira heldur en ég missti á einum mánuði og þá fyrst fóru hjólin að rúlla. Ég byrjaði að borða mun hollara og fór að fylgjast með macros, eða í hvaða hlutföllum hitaeiningarnar mínar voru að koma inn. Ég ákvað að prófa algengustu skiptinguna og skipti hitaeiningunum mínum niður í 40% prótein, 40% kolvetni og 20% fitu. Þegar ég hafði sett hitaeiningarnar í þennan ramma fór ég að spá miklu meira í því hvað ég væri að borða í kjölfarið.

Magnús ákvað svo í kjölfarið að fara að hugsa út í þann hitaeiningafjölda sem hann var að innbyrða.

Ég ákvað að borða 1800 kaloríur á dag með einni til tveimur æfingum á dag. Fyrir mann eins og mig og í þessari þyngd þá þurfti ég að borða í kringum 3500 kaloríur á dag miðað við hreyfingu. En ég svelti mig hins vegar alls ekki og borðaði ég ótrúlega mikið af hitaeiningalitlum mat og ég átti stundum erfitt með að troða í mig meiri mat því ég var ekki að ná upp í þessar 1800 þrátt fyrir að vera að troða í mig mat allan daginn.

Til þess að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot tók Magnús inn glútamín á hverjum degi sem hefur þann eiginleika að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot.

Það virkaði ótrúlega vel fyrir mig því ég missti ekki mikið af vöðvum í kjölfarið á 23 kílóa þyngdartapi. Einnig þarf maður að örva alla vöðva með lyftingum og koma blóðflæði í þá svo að líkaminn finni fyrir því að vöðvarnir séu þarfir og að hann megi ekki brjóta niður til næringar. Ég missti til dæmis hlutfallslega mestan vöðvamassa á fótunum því ég var ekki nógu duglegur að örva vöðvana í neðribúk.

Magnús segir að koffín hafi verið lang besta fæðubótarefnið sem hann hafi tekið og dró það úr allri sykurlöngun hans.

Ég var sykurfíkill og fékk mér oft súkkulaðibita eða nammi mola yfir daginn því fíknin var orðin það mikil. Ég skipti því út sykurfíkn fyrir núll hitaeininga koffínfíkn. Ef koffín holt? Nei langt því frá, það ruglar í taugakerfinu þínu og hormónum en mér finnst það persónulega mun betri kostur heldur en sykurfíknin. Því skipti ég út einni fíkn fyrir aðra og ég get ekki lýst því hversu mikið það hjálpaði mér í þessu ferli.

Magnús segist hafa gert þau mistök að halda að hann gæti borðað hvað sem er svo lengi sem hann æfði nógu mikið á móti.

Ég byrjaði á því að taka æfingarnar í gegn löngu á undan mataræðinu en það var bara rosalega rangt. Hins vegar voru æfingarnar mínar nánast alveg eins í kringum allt ferlið. Ég þoldi ekki brennsluæfingar svo ég ákvað að taka Supersett og tripplesett á öllum æfingum og brennur það mjög mikið. Supersett virkar þannig að þú tekur eitt sett á einn vöðvahóp eins og tvíhöfðann, þegar þú ert búin að því ferðu beint í nýtt sett á andstæðan vöðvahóp eða þríhöfðann í þessu tilfelli. Allar lyftingaræfingarnar mínar voru þannig og eru enn þá þannig í dag.

Magnús byrjaði á því að setja sér markmið. Hann ætlaði að mæta 16 sinnum í ræktina í röð og þótti honum það virkilega erfitt.

Loksins þegar ég náði upp í 16 daga þá ákvað ég að halda áfram í stað þess að taka hvíld. En ég vill þó taka það fram að maður á alls ekki að gera þetta því líkaminn þarf nauðsynlega hvíld til þess að byggja upp vöðva og viðhalda starfseminni en fyrir mér var þetta tilraunaverkefni til þess að sjá hversu mikið líkaminn getur æft án pásu. Til að gera langa sögu stutta tók ég 37 æfingar í röð. Á þessu tímabili byrjaði ég að mæta tvisvar á dag og til þess að hvetja mig áfram keypti ég mér þyngingarvesti og notaði það á öllum brennsluæfingum. Ég þyngdi það um þá þyngd sem ég hafði misst og í dag eru 23 kíló á vestinu.

Eftir 37 daga af æfingum fór Magnús að missa allan kraft og lenti í því að missa lóðin úr höndunum þar sem taugakerfið var hætt að starfa rétt.

Síðan í október er ég nánast búin að mæta í ræktina á hverjum einasta degi. Ég mætti meira að segja í ræktina á aðfangadag. Mig langaði þetta svo ótrúlega mikið að ég gerði allt til þess að ná árangri og það skilaði sér. En eftir þessa 37 daga geðveiki tók ég tveggja daga pásu frá líkamsræktinni en mætti svo enn öflugri aftur. Þegar þetta er skrifað er ég búin að mæta 54 daga í ræktina í röð og ég er að taka 10 æfingar í viku, það samsvarar 77 æfingum sem ég er búinn að taka núna í röð án þess að taka mér pásu og ég er langt frá því að vera hættur! En þetta er ekki í lagi fyrir venjulegt fólk og eiginlega ekki neinn, en ég er búinn að koma mér upp kerfi og ég hlusta ótrúlega vel á líkamann minn. Mér finnst ótrúlega gaman í ræktinni og ég á erfiðara með að sleppa því að mæta heldur en að mæta.

Magnús hefur sýnt nákvæmlega frá öllu ferlinu á samfélagsmiðlum sínum.

Snapchat: herrareykjavik og
Instagram: magnusmani97

Ég mun halda ótrauður áfram og ég held áfram að bæta mig og móta líkamann minn eftir því hvernig mig langar að hafa hann. Ég sagðist ætla að skila verkefninu af mér þegar ég væri komin með six pack.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Meghan Markle fékk reglulega kvíðaköst í Bretlandi – Þorði ekki út úr húsi

Meghan Markle fékk reglulega kvíðaköst í Bretlandi – Þorði ekki út úr húsi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Elsta systkinið gáfaðast – Þetta er ástæðan

Elsta systkinið gáfaðast – Þetta er ástæðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.