fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Femínistar sem þú þarft að þekkja

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. ágúst 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Femínismi er ekki lengur jaðarfyrirbæri. Í dag eru femínistafélög sprottin upp í flestum menntaskólum og meira að segja sumum grunnskólum. Komandi kynslóðir gera sér grein fyrir því að ójafnrétti kynjanna er tímaskekkja og þarf að útrýma. Hér eru nokkrir áhrifamiklir femínistar sem öllum áhugasömum er hollt að kynna sér.

„Ég er svört, femínisti, lesbía, móðir og skáld,“ sagði Audre Lorde (18.2.1934–17.11.1992) um sjálfa sig. Audre var róttæk baráttukona fyrir jafnrétti og mannréttindum. Hún þótti snillingur í að miðla heitum tilfinningum í skáldskap sínum, sem fjallaði að mestu um borgaraleg réttindi, femínisma og sjálfsmynd svartra kvenna, og hélt ekki aftur af reiði sinni í garð misréttis og kúgunar. Audre lést aðeins 58 ára að aldri úr brjóstakrabbameini.

 

Betty Friedan (4.2.1921–4.2.2006) var bandarískur rithöfundur, aktívisti og femínisti. Hún var leiðandi í kvenréttindabaráttunni í því sem kallað hefur verið önnur bylgja baráttunnar á 20. öldinni. Bók Betty, The Feminine Mystique, er af mörgum talin hafa ýtt þeirri bylgju af stað, en hún kom út 1963. Betty var einn stofnenda landssamtaka kvenna í Bandaríkjunum (National Organization for Women eða NOW), og var fyrsti formaður samtakanna sem höfðu að markmiði að leiðrétta stöðu kvenna í bandarísku samfélagi og tryggja algjört jafnrétti kynjanna. Betty lét til sín taka í stjórnmálum og barðist meðal annars fyrir því að banni við fóstureyðingum yrði aflétt.

 

Gloria Marie Steinem (f. 25.3.1934) er bandarískur femínisti, blaðakona og aktívisti. Hún varð fyrst þekkt á sjöunda áratugnum sem talskona femínísku bylgjunnar. Hún var dálkahöfundur fyrir New York Magazine og stofnaði síðar Ms. Magazine sem ennþá er gefið út. Gloria hefur lagt sérstaka áherslu á að berjast fyrir sýnileika kvenna í fjölmiðlum og stofnaði ásamt fleirum samtökin Women’s Media Center sem hefur það að markmiði. Gloria er virtur fyrirlesari, hefur ritað fjölda bóka, og hlotið fjöldann allan af viðurkenningum fyrir störf sín.

 

Bell Hooks (f. 25.9.1952), sem heitir reyndar Gloria Jean Watkins. Hún tók upp höfundarnafnið Bell Hooks til heiðurs langömmu sinni. Skrif hennar fjalla aðallega um tengsl kynþátta, kapítalisma og kyns – kúgun og stéttadrottnun. Hún hefur skrifað meira en 30 bækur, fjöldann allan af greinum, komið fram í heimildamyndum og er vinsæll fyrirlesari. Bell hefur skoðað, út frá póstmódernísku sjónarhorni, hvernig kynþáttur, stétt og kyn birtist í menntun, listum, sögu, kyntjáningu, fjölmiðlum og femínisma.

 

Naomi Klein (f. 8.5.1970) er kanadísk kvikmyndagerðakona, rithöfundur og aktívisti. Hún er þekkt fyrir pólitískar greiningar sínar og gagnrýni á kapítalisma og hnattvæðingu stórfyrirtækja. Þekktasta bók hennar er No Logo, þar sem hún fjallar um hvernig stórfyrirtæki misnota völd og peninga til dæmis með því að framleiða vörur sínar á fátækum svæðum. Naomi er oft sett á lista yfir áhrifamestu hugsuði okkar tíma.

-Ragnheiður Eiríksdóttir
Birtist fyrst í DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.