Stolt þitt eða egó hefur jafnvel verið sært nýverið. Svipað og turninn á myndinni er líðan þín ekki í jafnvægi. Atburðir sem trufla hversdagsleika þinn eru eflaust í formi breytinga sem eru einungis til hins betra.
Stundum er nauðsynlegt að ganga í gegnum erfiða hjalla til að komast að sólinni og eru þetta án efa óhjákvæmilegar umbreytingar á högum þínum sem tengjast heimili þínu, ástinni eða starfi.
Túlkun þín á þessari aðstoð gæti verið óþægileg á einhvern hátt en hún birtist í formi atburða sem þú þekkir án efa ekki. Hér er á ferðinni tækifæri sem þú færð einungis með þessu móti.