Samhliða spili þessu ættir þú ávallt að hafa hugfast að hugsýn þín er andlegur veruleiki, og allt það sem til er í veröld þinni var fyrst til á andlegu sviði. Fyrst kemur hugmyndin eða óskin og síðan fylgir hið þykka efni á eftir. Að baki hugsýna þinna er mikill kraftur.
Þessi kafli er á enda og nýr um það bil að hefjast. Tilefni er til fagnaðar þegar breytingarnar eiga sér stað. Umtalsverðar breytingar munu fyrr en síðar eiga sér stað. Hér eru á ferðinni breytingar til batnaðar.
Brúðkaup, nýtt starf eða flutningar gætu verið svarið við spurningu þinni en mundu að breytingar geta verið erfiðar til að byrja með og aðlögunarhæfni þín gæti komið sér vel.
Þú tekur breytingunum með gleði í hjarta. Ekki verður aftur snúið þar sem þú gefur fortíðina upp á bátinn og tekur opnum örmum utan um framtíðina og tækifærin sem bíða þín.