Persónuleiki
Ungi maðurinn er kjarkaður, gáfaður og er fær um að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðan máta. Hann tekst á við hindranir á opinn og hreinskilinn hátt. Hér er á ferðinni góður vinur og á það ekki síður við þegar þú stendur frammi fyrir erfiðleikum einhverskonar. Hann verður til staðar þegar þú þarfnast.
Aðstæður
Erfiðleikar einhverjir virðast angra þig. Mannleg samskipti tengjast erfiðleikum þessum þar sem þú ert ekki sátt/ur við fólkið sem þú umgengst. Þú munt komast yfir þennan erfiða hjalla og endar nást saman fyrr en síðar þar sem útkoman verður þér í hag.
Þú ættir ekki að hika við að segja hug þinn.