Hér er mikil félagsvera á ferðinni sem lifir hröðu og annasömu lífi. Konan er fær um að beina eigin orku í marga hluti í einu hvort sem um ræðir starf hennar eða einkalíf og áhugamál.
Hún er hlý, góð og gjafmild og mjög vinamörg.
Sem eiginkona stendur hún sig vel og sem móðir er hún ástrík og trygg en á sama tíma er hún fjölhæf og metnaðarfull viðskiptakona. Opinn hugur hennar færir henni tækifærin sem eru ekki ófá.