Hér birtast tvær manneskjur sem eru ólíkar að öllu leyti. Þú ert án vafa önnur þeirra.
Hér er þörf á jafnvægi og þægilegu andrúmslofti en eitthvað smávægilegt virðist hafa komið upp á í ykkar samskiptum nýverið.
Ójafnvægið sem ríkir milli ykkar tengist jafnvel þinni eigin líðan þar sem þú hefur jafnvel ekki náð að hlúa nógu vel að eigin tilfinningum síðustu misseri.
Þú gætir unnið að því að koma á sáttum ef andrúmsloftið er rafmagnað á þessu stigi málsins en mjög líklega er ósætti milli ykkar framundan sama hvaða afstöðu þú tekur í málinu.
Hugaðu að eigin tilfinningum á sama tíma og þú ættir að virkja eigið jafnvægi.