fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Pressan

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli

Pressan
Laugardaginn 26. október 2024 11:30

Everestfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everest fjallið er hæsta fjallið hér á jörðinni og því engin furða að margir fjallgöngumenn reyni að komast á topp þess. Það er auðvitað mikil áskorun að komast upp á topp hæsta fjalls heims og skipa sér þar með í hóp þeirra sem það hafa gert.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þá er Everest hærra en það ætti að vera. Munar þar um 50 metrum.

Fyrir 89.000 árum var á, sem rann um 75 km frá Everest, „tekin“ yfir af annarri á. Þetta samrennsli þeirra myndaði stórt  gil sem aftur varð til þess að mikill landmassi fór forgörðum og því tók Everest góðan vaxtarkipp.

Everest trónir 8.848 metrar yfir sjávarmál en eftir því sem Adam Smith, meðhöfundur fyrrgreindrar rannsóknar,  sagði í samtali við Live Science, þá er fjallið hærra en það ætti að vera. Hann sagði að í Himalaya sé hæðarmunur flestra fjallstoppa 50 til 100 metrar. Everest er hins vegar 250 metrum hærra en næst hæsta fjallið, sem er K2. „Þetta bendir kannski til að eitthvað spennandi sé í gangi,“ sagði hann.

GPS gögn sýna að fjallið hækkar um 2 millimetra á ári en það er meira en reikna má með að fjallgarðurinn lyftist um. Til að finna ástæðuna fyrir þessu rannsökuðu vísindamennirnir hvort óvenjulegar ár í Himalaya gætu verið drifkrafturinn.

„Arun áin er undarleg því hún rennur í L. Flestar ár líkjast trjám, með frekar beinan stofn og greinar (þverár) sem renna í stofninn. En samt sem áður rennur Arun frá austri til vesturs meðfram andstreymis hlutanum, áður en hún tekur 90 gráðu beygju og rennur í suður í gegnum Himalaya. Þetta bendir til að lögun hennar hafi breyst nýlega og að hún hafi jafnvel „tekið“ aðra á yfir,“ sagði Smith.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Geoscience.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu