fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fókus

Calvin Klein myndaður með kærastanum sem er 46 árum yngri

Fókus
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 09:57

Calvin Klein. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatahönnuðurinn Calvin Klein hefur verið á ferð og flugi með mun yngri kærasta sínum, fyrirsætunni Kevin Baker.

Klein er 81 árs og Baker er 35 ára. Á sunnudaginn voru þeir myndaðir saman yfirgefa líkamsræktarstöð í Los Angeles.

Þeir hafa verið saman í rúmlega sjö ár en lítið er vitað um samband þeirra, eins og hvernig þeir kynntust.

Áður en Klein byrjaði með Baker var hann giftur hönnuðinum Jayne Centre frá 1965 til 1974. Þau eiga dóttur saman, Marci, 57 ára, sem er sjónvarpsframleiðandi og hvað þekktust fyrir að koma að gerð þáttanna Saturday Night Live og 30 Rock.

Klein giftist síðan Kelly Rector árið 1986 en þau hættu saman árið 2006. Samkvæmt miðlum vestanhafs átti hann síðan í sambandi með fyrrverandi klámstjörnunni Nicholas Gruber, en það var í fyrsta skipti sem hann sást opinberlega með karlkyns maka.

En því sambandi lauk árið 2012 þegar Gruber fór í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna.

Nicolas Gruber og Calvin Klein voru saman frá 2010 til 2012. Mynd/Getty

„Ég var fyrsti karlmaðurinn sem Calvin varð ástfanginn af. Ég veit ekki af hverju en það er eitthvað við mig sem öllum finnst aðlaðandi,“ sagði Gruber við Page Six eftir sambandsslitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt