Klein er 81 árs og Baker er 35 ára. Á sunnudaginn voru þeir myndaðir saman yfirgefa líkamsræktarstöð í Los Angeles.
Calvin Klein, 81, steps out with model boyfriend Kevin Baker, 35, after gym date in Los Angeles https://t.co/r5BP2hT2Mp pic.twitter.com/QAXnSYv2aP
— Daily Mail Online (@MailOnline) January 30, 2024
Fashion designer Calvin Klein has been seen out and about with his much younger model boyfriend, Kevin Baker. https://t.co/RgE8nxNJg6
— news.com.au (@newscomauHQ) January 31, 2024
Þeir hafa verið saman í rúmlega sjö ár en lítið er vitað um samband þeirra, eins og hvernig þeir kynntust.
Áður en Klein byrjaði með Baker var hann giftur hönnuðinum Jayne Centre frá 1965 til 1974. Þau eiga dóttur saman, Marci, 57 ára, sem er sjónvarpsframleiðandi og hvað þekktust fyrir að koma að gerð þáttanna Saturday Night Live og 30 Rock.
Klein giftist síðan Kelly Rector árið 1986 en þau hættu saman árið 2006. Samkvæmt miðlum vestanhafs átti hann síðan í sambandi með fyrrverandi klámstjörnunni Nicholas Gruber, en það var í fyrsta skipti sem hann sást opinberlega með karlkyns maka.
En því sambandi lauk árið 2012 þegar Gruber fór í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna.
„Ég var fyrsti karlmaðurinn sem Calvin varð ástfanginn af. Ég veit ekki af hverju en það er eitthvað við mig sem öllum finnst aðlaðandi,“ sagði Gruber við Page Six eftir sambandsslitin.