fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Myrtu ömmuna og birtu svo myndir af líkinu á Facebook-síðu hennar

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. október 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnabarn ísraelskrar konu segir að hjarta hennar hafi brotnað í þúsund mola þegar amma hennar var myrt af vígamönnum Hamas-samtakanna.

Morðingjarnir notuðu svo síma gömlu konunnar til að taka myndir af líkinu sem svo voru birtar á Facebook-síðu hennar.

New York Post greinir frá þessu.

Barnabarnið, Mor Bayder, segist hafa fengið áfall þegar hún loggaði sig inn á Facebook þar sem hryllilegar myndir og myndbönd af ömmu hennar blöstu við henni. Höfðu Hamas-liðar ruðst inn á heimili hennar í Nir Oz þar sem hún var tekin af lífi. Bayder hafði ekki hugmynd um afdrif ömmu sinnar fyrr en hún fór á Facebook þennan morgun.

Amma hennar hafði búið í Nir Oz í suðurhluta Ísraels allt sitt líf. Þær voru mjög nánar og lagði amma hennar það í vana sinn að senda henni textaskilaboð alla morgna.

Talið er að um 800 Ísraelsmenn hafi verið myrtir síðan Hamas-samtökin réðust inn í landið á laugardag. Viðbúið er að fjöldi látinna muni hækka á næstu dögum enda hafa Hamas-samtökin hótað því að byrja að taka af lífi ísraelska gísla sem þeir hafa tekið. Talið er að um 130 óbreyttir borgarar séu í haldi samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Í gær

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter