Húsið á Elliðaey er gjarnan kallað einmanalegasta hús veraldar. Myndir af húsinu hafa vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Þær vöktu meðal annars áhuga YouTube-stjörnunnar Ryan Trahan. Hann er með rúmlega 3,7 milljón fylgjendur á miðlinum.
Ryan deildi myndbandi frá ferðalagi sínu á YouTube á dögunum og hefur það fengið yfir milljón áhorf.
Í lýsingu myndbandsins segir hann að þetta hefði verið „svalasta upplifun lífs míns“ og að hann hefði fengið aðstoð frá tveimur vingjarnlegum íslenskum gaurum.
Ryan hafði samband við Bjarna Sigurðsson. Bjarni birti myndband frá sinni heimsókn á eyjuna árið 2017 og var reiðubúinn að hjálpa Ryan að komast að húsinu. Ragnar Jóhann kom þeim síðan á leiðarenda.
Sjón er sögu ríkari. Horfðu á myndbandið hér að neðan.