Arsenal sigraði Chelsea 26. desember í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan snemma í nóvember.
Mikael Arteta stjóri liðsins telur sig bæði bera ábyrgð á þessu slæma gengi liðsins og á þjáningum þeirra sem tengjast félaginu.
„Þetta er lýjandi, þetta er pirrandi og þetta er vont,“ sagið Arteta við BBC. „Augljóslega hafa niðurstöður á síðustu vikum verið kvalafullar fyrir alla. Ég hef kvalist. Mér finnst ég bera ábyrgð á því.“
„Versta tilfinningin kemur vegna þess að ég vil gera vel fyrir félagið. Á þessari stundu vil ég nota ástríðu mína og vitneskju til að þróa félagið eins hratt og hægt er. Til að gera það þurfum við að vinna fótboltaleiki, vera stöðugir og vinna. Þegar það gengur ekki líður mér eins og ég sé að bregðast félaginu, fólkinu sem vinnur fyrir okkur og augljóslega aðdáendunum.“
Arteta tók við Arsenal í fyrra og sigruðu þeir enska bikarinn á hans fyrsta tímabili. Nú sitja þeir í 15. sæti deildarinnar með 17 stig. Arsenal mætir Brighton á morgun klukkan 18:00.