fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Matur

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir, Una í eldhúsinu, deilir uppskrift af gómsætum kjúklingarétti.

Una Guðmundsdóttir

Þennan kjúklingarétt smakkaði ég í veiði um verslunarmannahelgina, þetta er að mínu mati einn besti réttur sem ég hef smakkað og má ég til með að deila honum með ykkur.

800 g úrbeinuð kjúklingalæri

Salt og pipar til kryddunar

150 g sólþurrkaðir tómatar

5-6 msk. rjómaostur

4-5 döðlur

80 g parma-skinka

1 rauð paprika

½ blaðlaukur

1 hvítlauksrif

½ peli rjómi

30 g smjör

1 kjúklingateningur

Ferskt timían

 

Leggið kjúklingabitana í eldfast mót og saltið og piprið.

Takið 1 msk. af rjómaosti og leggið á hvern bita.

Skerið sólþurrkaða tómata og döðlur smátt og setjið smá af hvoru á hvern bita, rúllið bitunum inn í parma-skinkustrimla, einn strimill á hvern bita, gott að nota grillpinna til að halda þeim lokuðum.

Skerið niður papriku, blaðlauk og hvítlauk fínt og setjið í pott, ásamt smjörinu og rjómanum, hrærið vel saman og látið hitna áður en kjúklingateningnum er bætt saman við.

Hellið blöndunni yfir kjúklingabitana og setjið inn í ofn á 180 gráður og eldið í um 40 mínútur.

Klippið ferskt timían yfir réttinn rétt áður en hann er borinn fram.

Berið fram með hrísgrjónum, hvítlauksbrauði eða góðu salati.

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
23.01.2025

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins