

Harry Kane, leikmaður Tottenham, vill reyna fyrir sér í annarri íþrótt er knattspyrnuskórnir fara á hilluna.
Kane greinir sjálfur frá þessu en hann er enn á besta aldri og er að horfa lengra fram í tímann en nokkur ár.
Kane horfir mikið á amerískan fótbolta og gæti reynt fyrir sér í þeirri íþrótt í framtíðinni.
,,Þetta er rétt. Það er eitthvað sem ég vil reyna eftir 10-12 ár,” sagði Kane í samtali við ESPN.
,,Þetta snýst um að vera sá besti. Jafnvel þó að ég nái í leik fyrir símann þá hugsa ég hvort að ég geti orðið sá besti í heiminum.”
,,Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni, á HM og svo í NFL, ertu þá einn besti íþróttamaður sögunnar?”