

Það getur verið ömurlegt að spila við enska landsliðið segir varnarmaðurinn Stefan Savic sem spilar með Svartfjallalandi.
Þessi lið mættust í undankeppni EM á dögunum og vann England örugglega með fimm mörkum gegn einu.
Savic talar ekki vel um suma leikmenn Englands og segir þá hrokafulla. Hann nefnir miðjumanninn Jordan Henderson sem leikur með Liverpool.
,,Vð vitum að þeir eru mun stærra lið en við og stundum líður manni illa yfir því að spila sömu íþrótt og sumir leikmenn,” sagði Savic.
,,Jordan Henderson til dæmis, hann sagði kaldhæðnislega við einn af okkar leikmönnum að hann myndi láta hann fá treyjuna eftir leikinn.”
,,Það var ljótt og sýnir óvirðingu. Ég svaraði og sagði að hann væri ekki nógu góður til að láta svona.”
,,Við erum stoltir og ég væri frekar til í að spila með þessu liði og fá fimm mörk á mig frekar en að spila með sumum hrokafullum leikmönnum Englands.”