fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Arnar fékk höfnun frá Eiði Smára í brúðkaupi áður en síminn hringdi óvænt: ,,Þeir eru svo klikkaðir þarna“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. febrúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Grétarsson er áhugaverður karakter sem náði langt í knattspyrnu, hann var ungur að árum farinn að vekja áhuga stórliða en vildi ljúka námi.

Arnar lék í níu ár í atvinnumennsku í tveimur löndum. Arnar átti farsælan feril með landsliðinu, þá hefur hann starfað sem yfirmaður knattspyrnumála og sem þjálfari. Saga Arnars er áhugaverð.

Arnar starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Athens árið 2011 er félagið fékk Eið Smára Guðjohnsen í sínar raðir.

Eiður samdi við AEK eftir dvöl hjá Stoke en hann var enn gríðarlega stórt nafn í Evrópuboltanum á þessum tíma.

Arnar hafði áður nefnt það við Eið um að koma til Grikklands en þeir hittust í brúðkaupi og ræddu málin.

,,Eiður kallinn var búinn að vera þarna á einhverjum tíma í smá veseni, hann var búinn að flakka fram og til baka,“ sagði Arnar.

,,Við dettum bara inn. Ég hafði hitt hann í einhverju brúðkaupi á fyrsta árinu og sagði við hann hvort hann hefði ekki áhuga á að koma og þá sagði hann að við hefðum ekki efni á sér!“

,,Það var eflaust rétt sko og þá var málið afgreitt. Svo hringir pabbi hans í mig og spyr hvort að staðan gæti verið þannig að Eiður gæti verið möguleiki.“

Arnar vissi það strax að AEK hefði ekki efni á að fá Eið til félagsins en ákvað þó að nefna það við félagið.

,,Ég segi strax við pabba hans að við hefðum ekki efni á honum, við erum í mínus. Við erum að kötta niður.“

,,Ég sagðist samt ætla að nefna það, að þeir væru svo klikkaðir í Grikklandi. Ég nefndi stórt nafn og svo fer ég að tala og þá fer allt á flug: ‘Eiður Smári maður, hann hefur verið hjá Barcelona og Chelsea.’

,,Hann var risa nafn á þessum tíma, hann hefur verið 33 eða 34 ára. Hann var ennþá ekkert rosalega gamall. Það fór bara allt af stað.“

,,Svo gerðum við einhvern samning, flottur samningur en kannski örugglega fyrir Eið Smára þá var þetta þannig lagað slakur samningur. Hann hefur þó örugglega náð 100 milljónum.“

,,Þetta var lélegur samningur fyrir hann en risasamningur fyrir okkur á þessum tíma. Eiður hafði ekki spilað mikið og þurfti tíma til að koma sér í stand.“

Það var mikil spenna eftir undirskrift Eiðs en hann varð svo fyrir því óláni að fótbrotna. Eiður lék aðeins 10 deildarleiki í Grikklandi áður en hann fór til Belgíu.

,,Það verður allt vitlaust við að fá hann, ég held að það komi fram í þáttunum hans að allt verði vitlaust.“

,,Svo þegar hann er að koma sér í stand og þeir hrósuðu honum gríðarlega, þjálfararnir og þeir sem voru að vinna með honum þegar hann var að koma sér í stand og eftir að hann meiðist, hversu mikill professional hann var eftir að hann hafði fótbrotnað illa.“

,,Það var svolítið sorglegt hvernig að fór. Hann var að komast í alvöru stand þegar þetta gerist. Það var leiðinlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn