fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Karl: Dómskerfið er í uppnámi – „Hann hefur talið sig ósnertanlegan“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 5. desember 2016 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Væntanlega verða gerðar kröfur um endurupptöku fjölmargra mála sem tengjast hruninu, vegna meints vanhæfis Markúsar Sigurbjörnssonar forseta Hæstaréttar til að fjalla um þau. Dómskerfið er því í uppnámi.“

Þetta segir Karl Garðarsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Facebook-síðu sinni. Þar fjallar hann um hlutabréfaeign Markúsar Sigurbjörnssonar, forseta Hæstaréttar en hann átti hlut í Glitni og ýmsum öðrum sjóðum sem hlupu á tugum milljóna króna. Seldi Markús sinn hlut árið 2007 með gífurlegum hagnaði. Frá þessu er greint í Kastljósi. Eftir hrun hefur Markús dæmt í málum sem tengjast Glitni og starfsmönnum bankans. Markús hefur sjálfur sagt að hann sé ekki vanhæfur til að dæma í málunum. Undir það tekur Skúli Magnússon formaður dómarafélagsins en sé tekið mið af umræðum á samskiptamiðlum eru fáir sammála þeim félögum. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson tekur einnig upp hanskann fyrir Markús og segir að hann hafi ekki verið skyldugur til að greina frá að hann hefði fjárfest í Sjóði 9. Þá segir hann langsótt að að Markús hafi verið vanhæfur til að dæma í málum Glitnis:

„Gerði fjárhagslegt tap Markúsar vegna Sjóðs 9 hann vanhæfan til þess að dæma í sakamálum tengdum fyrrum stjórnendum Glitnis? Það er algerlega fráleitt. Hvar liggja mörkin? Allir Íslendingar töpuðu með einum og öðrum hætt á hruninu og í fjölskyldum flestra eru einstaklingar sem misstu allt sitt vegna hrunsins. Vegna þessa og þeirrar staðreyndar að allir bankarnir voru meira og minna í krosseignatengslum væru líklega allir dómarar vanhæfir í sakamálum tengdum bankahruninu.“

Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona Ólafs Ólafssonar sem hlaut dóm vegna Al-thani málsins kveðst kjaftstopp, en segir svo á öðrum stað: „Ótrúlegt mikilmennskubrjálæði […] Hann hefur greinilega talið sig ósnertanlegan maðurinn [ … ] Hrikalegt! Ingibjörg vitnar svo í texta sem Markús skrifaði sjálfur og birtur var í Kastljósi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þegar tillit er tekið til þess og það er haft í huga að reglur um hæfi dómara eiga að stuðla að trausti aðilanna og almennings til hlutleysis dómstóla getur það varla vakið undrun að spurningin um vanhæfi snýr ekki að því einu hvort dómarinn sé hlutdrægur í hugarfarslegri afstöðu sinni heldur miklu fremur að því hvort ytri atvik eða aðstæður sem eru öðrum sýnilegar, gefi réttmæt tilefni til að efast um óhlutdrægni hans (.,.) Þessi staða getur til dæmis verið uppi ef dómari er hluthafi í félagi, sem er aðili að máli og úrlausn þess gæti haft áhrif á fjárhag félagsins. Öðru fremur verður svarið við þessu að ráðast af tilliti til þess að reglan á að stuðla að trausti málsaðila og almennings til hlutleysis dómstóla og í vafatilviki er þá tvímælalaust æskilegra að dómari víki sæti en að þessu trausti sé stefnt í hættu.“

Engin gögn

Í umfjöllun Kastljós er haft eftir Markúsi að hann hafi tilkynnt um eignarhlut sinn í Glitni árið 2002 þegar hann fékk arf. Það hafi hann einnig gert árið 2007. Í umfjöllun Kastljós segir að hvergi finnist gögn sem staðfesti frásögn hans.
Þá var fjallað um Markús og Ólaf Börk Þorvaldsson og fjóra aðra dómara við Hæstarétt sem áttu í viðskiptum með hlutabréf í bönkum fyrir hrun. Markús var umsvifamestur dómaranna samkvæmt gögnum Kastljóss.

Mynd: Facebook

Þá segir einnig að á meðan Markús var stór hluthafi í Glitni og viðskiptavinur einkabankaþjónustu bankans með yfir sextíu milljóna króna fjárfestingu í verðbréfasjóðum var hann allan tímann dómari við hæstarétt og varaforseti réttarins og seinna forseti frá árinu 2004 til 2005. Segir í umfjölluninni að í sögu Hæstaréttar megi finna dæmi um að héraðsdómar hafi verið ómerktir af þeirri ástæðu að dómarar hafi þótt vanhæfir til að dæma í þeim málum.

Í þessu samhengi bendir Kastljós á að fyrir nokkrum dögum hafi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur ákveðið að víkja vegna hugsanlegs vanhæfis í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Ástæðan fyrir því að dómarinn ákvað að stíga til hliðar var að fyrrverandi eiginmaður hafði verið starfsmaður Glitnis og nafn hans kom fyrir í málsskjölum.

Í samtali við Kastljós kvaðst Markús ekki telja sig vanhæfan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist